Helgin, Kínverjar og einingar

Allt fínt og enn rólegt að frétta úr bítlaborginni ... helgin einkenndist af internetleysi og smá bjórdrykkju.. DVD glápi og lestri í flokkunarfræði.. Endalaus hamingja !

Sambýlingar mínir frá Kína eru að gera mér lífið leitt .. en ekki þannig að ég lifi það ekki af GetLost Þær elda sér alltaf mat klukkan svona 18:30 og eru að éta núðlur og grjón til svona 20:00. Ég og Írinn höfum alltaf borðað þegar þær eru búnar þ.e. ef hann er heima, en í gær var ég orðin svo sársvöng að ég bara var að detta niður og ákvað að elda mér mat klukkan 18:00 og henti pasta í pott, kveikti á BBC og settist niður.. voða kósí, en svo koma þær stöllur inn með fulla poka af grænmeti og fyrsta sem önnur gerir er svona.. ohhhh stuna og lítur á mig og svo hina (svona ohh hún hér "#$#$" ansk!!) og ég er alltaf sama lúpan og ákvað bara að halda mig til hlés þar til þær væru búnar að éta .. þannig að minn matur byrjaði klukkan rúmlega 20:00 Gasp já ég er allt of undirgefin "$%$#%

Á morgun ætla ég að byrja á kúrs (sem verður ekki metin í náminu) mér til gagns og vonandi gaman en hann heitir Ecology, conservation and management of freshwaters. Verst að ég get ekki tekið hann til eininga vegna þess að hann er um 7 einingar skv. íslenska kerfinu. En ástæðan fyrir því að ég get ekki látið meta kúrs hér er að ég er ekki skráð sem nemandi við háskólann í Liverpool heldur HÍ og ef ég ætla að skrá mig hér er það roooosalegt vesen og kostar marga marga peninga (sem ég á ekki til).

En hilsen frá Liverpool í bili,

Rakel


Rólegt í pollinum

Jæja, lítið að frétta héðan úr menningarborginni Lifrarlaug. Kíkti á pöbbarölt í gær með nýja meðleigjandanum og það var bara ansi hreint skemmtilegt, kíktum á 4 mismunandi pöbba sem allir áttu fínasta öl.

Í skólanum er rólegt, ég er að reyna að baksast við að lesa bók sem er í þurrari kantinum.. gengur ákaflega hægt verð ég að viðurkenna. Innihaldið er flokkunarfræði .. flokka í orera, family, genusa og tegundir.. ég er allavegana ekki mikill flokkunarfræðisjení .. miklu meira gaman í eitthverju aksjoni.. felti og svona Cool

Ég er í reglulegu sambandi við snúlluna mína í gegnum skype (ákaflega sniðugt þetta skype) og það gengur allt bara í sómanum hjá henni. Er á fullu í skólanum og finnst það bara gaman en vill samt helst vera í Sjálandsskóla en hann er víst í Garðabæ.. dáldið langt að fara svona frá Selfossi Joyful En eftir áramót fer lífið aftur í gamla góða farið og hún kemst aftur í skólann sinn og ég í minn. En það hafa allir gott af smá breytingu en heima er alltaf best .. eða það finnst mér allavegana.

Rakel


Nýr meðleigjandi..

Já nú eru íbúar 31 í Gerard Manley Hopkins Hall orðnir 4 og aðeins helmingurinn eða 50% eru kínverjar. Loksins er andlegri einangrun minni hérna lokið og hefjast betri tímar vonandi. Nýji íbúinn heitir Brian og er írskur doktorsnemi í leiklist en hann ætlar að búa hér sennilega jafn lengi og ég eða þar til hann finnur eitthvað frambúðarlegra ef svo má segja.

Cheers,

Rakel ekki lengur í Kína GetLost


kommentið kæra fólk :)

ég er að skrifa blogg bara til þess að skrifa blogg, ekki það að það sé neitt bloggleysi heldur finnst mér bara svo gaman að lesa kommentin frá ykkur Wizard

Í gær skrapp ég í bæinn í þeim tilgangi að setjast niður í kaffihúsinu sem ég er svo hrifin af og sötra Con Panna kaffi sem er mér kært. Einnig gæddi ég mér á brownies og Coca Cola light. Eftir að þessari gæðingu var lokið ákvað ég að bæta búsáhöldin mín hér í íbúðinni. Ég keypti fullt af skálum, diskum og stóra pastaskál. Einnig skrapp ég ofar í bæinn og keypti mér pott og pönnu, geggjað sætur pottur.. væri til í að taka hann með mér heim Cool

Þegar ég kom heim fékk ég móral yfir öllu gúmmelaðinu sem ofan í minn maga hafði farið og ákvað að bæta úr móralnum og skellti mér í líkamsrækt ! undur og stórmerki gerast Whistling

Í dag fór ég í skólann og greindi nokkra káta þörunga, suma með svipu og aðra sem þræði.. voða stuð. Þegar ég var búin að því lagði ég mig aðeins og að loks ég vaknaði, ákvað ég að skella mér aftur í ræktina vííí.. ætla að vera búin að missa 7-10 kg þegar ég kem heim um jólin .. leyfi ykkur kannski að fylgjast með ?!?!


Bar-inn í gærkvöldi

Ég kíkti í gærkveldi á lífið í Liverpool þ.e. barmenninguna. Fór reyndar bara á 1 bar sem var ágætur þ.e fínn og ódýr bjór. Prufaði reyndar að drekka dökkann Guinness sem var meira eins og að borða eitthvað en að drekka.. varð södd af honum Shocking  Fljótlega eftir að ég var komin á barin hitti ég stelpu frá Brasilíu sem var líka eins að kíkja á lifrarpollarlífið og við spjölluðum heilmikið saman. Hún reyndar skidi ekki nema svona 50% af því sem ég sagði þar sem enskan hennar var ekki upp á marga fiska.. þurfti dáldið að endurtaka mig .. kannski er ég bara svona óskiljanleg .. en hún sagði mér að hún væri í enskunámi í Oxford og hefði kíkt til Liverpool til að heimsækja Bítlana sálugu. Eftir að hafa spjallað við hana í svona 2 klst fór ég og fékk mér pizzu og hélt svo heim á leið til þess að leggja mig Sleeping  s.s. engir sætir breskir strákar á vegi mínum.. enda ekki kannski mesta úrvalið í heimunum ?

slæmur hárdagur

Myndi kalla daginn það.. líður frekar sjúskuð, mislit, uppþembd og úfin en svona eru bara sumir dagar.. GetLost held það kannist nú allir við þetta syndrom!

Annars er ég búin að vera að greina þörunga í dag .. að ég held.. veit ekki hvort ég hafi gert neitt rétt ! ekki ennþá allavegana.. leiðbeinandinn minn er í feltinu ennþá og kemur sennilega ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið stundvíslega klukkan 9:45. Hann fer með lestinni heim til sín og að heiman og tekur hver ferð fyrir sig um 40-50 mínútur omg!!! ég myndi ekki nenna að eyða svona miklum tíma dagsins í lest þegar ég gæti verið að gera eitthvað annað.. eins og að sofa.. nema hann sofi bara í lestinni eins og ég myndi sennilega gera Sleeping

Ég er að spá í að vera dáldið halló og fá mér einn bjór alein á stúdentabarnum hér.. sennilega verið að sýna fótbolta eða rugby á stóra skjánum (mætti halda að ég væri fastagestur) sem ég get þóst vera að horfa á full ákafa og spenningi!

Ég er mjög heimakær manneskja hef ég verið að fatta betur og betur með tímanum, fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hingað út var að panta mér far aftur heim 17 des (frá Manchester) og þann 18 til Ísafjarðar þar sem best er að vera .. hjá mömmu og pabba InLove Svo verður Jóna Lára hjá mér þessi jól og áramót mér til mikillar gleði þar sem aðskilnaðurinn verður búinn að var fremur lengi þegar að jólunum kemur. Semsagt mjög spennandi jól framundan í faðmi fjölskyldunnar Smile

Cheers

Rakel heimakæra


Dagurinn í dag ...

Já þannig líður mér í stúdentaíbúðinni.. bý s.s. með 3 kínverskum stelpum sem eru bestu vinkonur (sýnist mér á atferlinu) og þær eru ekki mjög mannblendnar (við mig).. kannski er ég það ekki heldur Whistling en allavegana þá fitta ég ekki inn í þennan hóp þar sem einungis er töluð kínverska ! gæti verið verra ...  Annað áhugavert við þessar ungu stúlkur er að þær eru allar læknar og eru að sérhæfa sig í "tropical medicine" sem ég hef btw aldrei áður heyrt talað um.. hélt fyrst að þetta væru eitthverjar skottulækningar en fólkið sem ég eyddi deginum með útskýrði þetta fyrir mér í megindráttum og er stolt af því að eiga annan tveggja tropical medicine skóla í UK (hinn er í London). Þær eru sumsé að sérhæfa sig í sjúkdómum eins og malaríu ofl sjúkdómum sem eru algengir í hitabeltinu Wink sniðugt þegar maður fattar þetta ..

Annars var þessi dagur fínn.. fékk loksins eitthvað að gera! fór með Brian, Heidrunu ofl skemmtilegu fólki í mesocosm felt (á mannamáli: mesocosm eru tankar sem eru til þess gerðir að herma eftir lífríki lítilla stöðuvatna þar sem menn stjórna eftir fremsta megni umhverfisaðstæðum eins og t.d. ljósi, hita, ph, leiðni, nitri, nítrati, fosfóri, dýrasamfélögum, þörungasamfélögum ofl ofl... og felt er útivinna). Ég var aðallega í því að sortera plöntur í hópa sem síðan voru vigtaðar (blautvigt eftir að hafa farið í gegnum eitthverskonar tæki sem lítur út eins og þurrkari) af Brian. Einnig tókum við hryggleysingja og setsýni. Þetta var drullumall dauðans og lyktin af manni góð og neglurnar kynþokkafullar Sick en gaman samt. Ég fer svo aftur á morgun í sama drullumallið en síðan tekur alvaran við....... þörungagreiningar með Brian Smile

 Cheers,

Rakel drullumallari


komin til uk.. :)

Síðan hefur ekkert verið uppfærð lengi vegna tæknilegra vandamála sem ég hef ekki skilning á.. En eitthverra hluta vegna kemst ég inn á síðuna og ætla að nýta þetta einstaka tækifæri til að skrifa smá.. ekki mikið bara smá.. Smile

Ég kom til London þann 5 sept sl. Var heilmikið rugl á mér í sambandi við lestarmálin eins og áður hefur þekkst hérnamegin.. endaði á að kaupa far sem kostaði 116 pund Undecided ALLT ALLT ALLT OF DÝRT.. en ég komst þó til Liverpool á endanum. Ég eyddi fyrstu dögunum á farfuglaheimili þar sem ég þurfti að deila herbergi með öðru kvenfólki sem var svosem allt í lagi.. en lítið prívat þó. Lítið komst ég í samband við veraldarvefinn en komst þó stökusinnum í tengsl við hann með því að fara á internet kaffi. Ég kynntist ansi skemmtilegum en einföldum kaffidrykk sem er expressó og þeyttur rjómi ofan á.. mmm.. kallast Con panna.

Núna er ég loksins komin á nemendagarðinn sem ég mun eyða restinni af tíma mínum hér í Liverpool á Wink Herbergið sem ég fékk er ágætt, stórt skrifborð og hillur, rúm (sem er ekkert til að hrópa húrra fyrir), stóll, skápur og að lokum baðherbergi. Fyrsta sem ég gerði hinsvegar áður en ég fór í bað var að þrífa klósettið.. og baðherbergisspegilinn.. jakk.. en allt í orden núna.

Jæja nóg í bili.. þetta varð aðeins lengra en ég ætlaði en hilsen þangað til næst!


ótrúlegt..

Heyrði í útvarpinu í dag að bandarískt par ætti yfir höfði sér langa fangelsisvist fyrir vanrækslu á 2 börnum sínum. Parið er 23 og 25 ára og börnin 11 og 22 mánaða en það eldra er drengur og það yngra stúlka. Skýring parsins fyrir þessari vanrækslu er internetið og tölvuleikir.. s.s. þau duttu í eitthvern tölvuleik sem heitir dungeons and dragons og er netútgáfa. Þau gleymdu alveg að sinna börnunum í langan tíma vegna þessarar tölvudellu. Börnin voru tekin af þeim og þeim komið á sjúkrahús, en það fyrsta sem var gert var að klippa hárið af stúlkunni þar sem það var allt í klessum og kattahlandi, auk þess voru þau bæði þurr, horuð og óþrifin. Vanrækslan hefur staðið svo lengi að drengurinn var kominn með vöðvarýrnun og átti orðið erfitt með gang..Pouty  En nú eru börnin komin til fósturforeldra og heilsast vel!

Felt og felt

Felt felt felt.. gaman! Fórum í felt í gær með löggumann með okkur sem tók myndir af spellvirkinu og gerir væntanlega skýrslu úr þessu svo við hugsanlega.. mögulega fáum þetta bætt frá tryggingum háskólans Woundering Settum s.s. nýja rafgeyma í þessar tvær stöðvar sem vantaði og svo svaka fína keðju með hengilás utan um kassana til að minnka líkurnar á svona veseni.. þá er þetta tvílæst (en svosem hægt að klippa þetta í sundur með vírklippum)... vonandi samt ekki!

Á morgun er svo aftur felt og þá fer ég ein með sjálfri mér Smile og með ipodinn auðvitað ! er að hlusta á 100 íslensk 80´s lög.. ótrúlega gaman! Þurfti að finna mér bílaleigubíl en vá það var sko vesen.. hringdi 2 í Höldur og 2 í Hertz en á endanum reddaðist þetta nú eeen því miður verður það dáldið dýrt.. fékk ekki val um neina jeppa (hefði þá valið ódýran jimny eða eitthvað í þeim flokki) og fékk Landcruiser .. sem er að vísu ekki leiðinlegt að keyra en já eins og ég segi.. dýrt Whistling

Jóna Lára er komin í golfið með mömmu og finnst það ekki leiðinlegt ! er búin að fá þetta fína golfsett frá pabba sínum og spilar 1 - 2 á dag á æfingavellinum fyrir vestan. Mér finnst voðalega skrítið að hafa hana ekki hjá mér en er að "æfa" mig fyrir Liverpool þegar ég verð ekki með hana í 4 mánuði Pinch sjitt hvað það verður skrítið!

 Rakel


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband