6.11.2007 | 17:04
Emma, tónlist og draumar
Well.. ég ákvað að skrifa smá færslu þrátt fyrir að ekkert væri svosem fréttnæmt þannig séð. Nema eitt þó en það er að hún Emma vinkona mín er að koma frá Íslandi í heimsókn til mín um helgina .. við munum eflaust þræða sem flestar "tuskubúðir", matsölustaði og bari á meðan hún er hérna verður bara gaman! Ég næ kannski að draga hana með mér á bítlasafnið þar sem ég veit loks hvar það er og ætti að rata þangað.
Annars fara dagarnir mínir í greiningar kísilþörunga og að hlusta á tónlist svo lágmarks heilastarfssemi haldist í gangi á meðan segi svona.. maður þarf nú aðeins að hugsa til að ruglast ekki í þessum talningum en það getur reynst mjög auðvelt! sérstaklega þegar hugurinn er farinn að segja röng nöfn en ég merki samt við rétt (væri verra ef það væri öfugt reyndar..). Akkurat núna er ég að hlusta á Pearl Jam (Ten) en það var uppáhálds hljómsveitin mín þegar ég var á gelgjunni ásamt race against the machine. Ég hlustaði mikið á þessar hljómsveitir þegar ég var í slorinu í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal á sumrin með vasadiskóið mitt allt út í hreystri og skorpnum fiskleifum (sælar minningar.. hmmm) fæ svona frystihúsaflash-back varð bara að koma því að.. góður tími..
Það getur verið galli að vinna svona "færibandavinnu" eins og að telja kísilþörunga þegar þeir eru farnir að fylgja manni í svefninn.. hef nokkuð oft vaknað við að vera að pæla og hugsa og rífast við sjálfa mig um eitthverjar tegundir sem eru svona eða hinsegin og ég ekki sammála sjálfri mér Þetta er reyndar ekkert nýtt að vinnan fylgi mér í svefninn.. hef víst (samkvæmt mömmu ofl) sendst með franskar og pizzur út í Súðavík á nóttunni alveg á síðasta hundraðinu, farið í líffæra og lífeðlisfræðipróf ofl sem á kannski ekki að gerast í svefni (tala semsagt upp úr svefni um það sem mig er að dreyma stundum- einnig er hægt að spyrja mig spurninga). Ein með vinnuna á heilanum greinilega.. Annars er mig alltaf að dreyma að ég sé að brjóta í mér tennurnar bæði viljandi og óviljandi.. þær hreinlega molna uppi í mér ! skil þetta ekki þar sem ég er nú með sterkar, fínar og vel hirtar tennur.. þannig að ef það er einhver draumráðningamaður að lesa þetta má sá hinn sami endilega kommenta við færsluna og segja mér hvað þetta þýðir..
En þetta var frekar tilgangslítil færsla aðallega skrifuð svo Brigitta hafi eitthvað að lesa þegar hún á að vera í skólanum.
í bili,
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.10.2007 | 13:21
Trítla, skóli og rólegheit
Jæja, á morgun er einn mánuður og sautján dagar þangað til ég kem á klakann minn kæra. Ég er nú bara nýbyrjuð að telja niður en ástæðan fyrir því að ég byrjaði á því var að Jóna Lára vildi endilega vita hversu margir dagar væru eftir. Henni finnst þetta voðalega langt stundum en á öðrum stundum bara stutt! Hún skilur ekki afhverju ég get ekki skroppið bara með flugvél yfir helgi til Íslands og hitt hana.. finnst nú líka skrítið að ég skuli ekki eiga pening fyrir því Hún fékk að taka fullt af myndum hjá pabba sínum og eru þær til sýnis á barnalandssíðunni hennar www.barnaland.is/barn/4107. Mikil listaverk þar á ferð
Þessa dagana er ég eins og áður að telja kísilþörunga. Er að klára sýnatöku frá 2005 og vind mér svo beint í 2007 sýnatöku þegar hin er búin. Er byrjuð að skoða niðurstöðurnar og er orðin dáldið spennt að kynna þær (þegar ég veit nákvæmlega hvernig) en ég er að sjá mikinn mun á tegundafjölbreytileika milli heitu og köldu lækjanna þar sem hann er talsvert meiri í köldu lækjunum Svo er bara að sjá hvað næringarefnin gera fyrir félaga mína kísilþörungana og það er enn annar kapituli út af fyrir sig til að kynna. Samkvæmt nýjasta plani klára ég ekki fyrr en sumarið 2010 orðin þá alveg 31 árs gammel ! Ég ætlaði mér upphaflega að fara í 3 ára háskólanám sem endaði svo í amk 8 ára námi... víí
Það er allt með mestu rólegheitum hérna í pollinum.. ég hef ekki verið alveg nógu dugleg að mæta í ræktina og drukkið aðeins of marga bjóra m.v. að eiga að vera í átaki.. en svona er þetta Fór í ræktina í gær og ætla að fara aftur í dag en á morgun er ég að fara á thailenskan veitingastað eftir vinnu með skrifstofuliðinu/labbaliðinu hérna.. sem verður bara gaman
í bili
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2007 | 21:57
Myspace
Jæja.. ég lét undan þrýstingi og fékk mér myspace Veit ekki ennþá almennilega hvernig þetta virkar en þetta ku vera skemmtileg.. skv Birgittu og Ástu Jónu allavegana .. ! Ég sé svo bara til hvort e. kommenti á mig og svona.. Slóðin á þetta dæmi er : www.myspace.com/rakelgudm
Annars er nú lítið að frétta héðan. Er að telja kísilþörunga á daginn og sé þar ýmsar Fragilariur og Achnanthes gæja.. voða spennó s.s.
Er ennþá að bíða eftir að Grey´s anatomy komi með póstinum (pósturinn hérna er í verkfalli) en það er ekki mjög mikil von um að serían komi á næstunni.. bíð bara og sé !
í bili,
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2007 | 17:29
Rólegheit, kísilþörungar og afmæli :)
Allt pollrólegt í Lifrarpolli.. veðrið (talar maður ekki alltaf um veðrið þegar maður veit ekki um hvað maður á að tala um? sama á við um bloggið..) gott og mengunin í sínu besta formi Astmalyfin koma sér vel hérna og er ég fegin að hafa ekki gleymt þeim heima eins og mín væri von og vísa en maður kemur sjálfum sér stundum á óvart er það ekki ? Annars er ég að bögglast við að mæta í ræktina og gengur það svona upp og ofan.. fór reyndar í dag og var mjööööög dugleg
Mér gengur betur með kísilþörungasýnin en ég átti von á.. voðalega fáar nýjar tegundir sem ég er að sjá í þeim.. vonandi að hinar sem ég hef greint séu rétt greindar! allavegana samþykkir BM það sem ég hef greint hingað til.. hlýtur að vera gott mál þá en kísilþörungagreiningar eru frekar trikkí og erfiðar og því getur talsverður vafi verið í þessum fræðum..... gaman !
Helga Kristín litla baby systir mín átti afmæli þann 19 október og varð 26 ára .. til HAMINGJU með afmælið gella!
Annars hef ég ekki meir að segja í bili...
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.10.2007 | 11:07
2 mánuðir eftir....
Ákvað að skrifa eina færslu hér í tilefni þess að það eru 2 mánuðir þangað til ég kem aftur til Íslands og fæ að hitta hana Jónu mína Talaði við hana í gær og þá var hún voðalega ánægð af því að pabbi hennar fór með hana í Garðabæinn í heimsókn í Sjálandsskóla! hún hitti bekkjafélaga sína og var rosalega lukkuleg með það. Henni finnst Sunnulækjaskóli á Selfossi ekkert spennandi.. ég spurði hana hversvegna henni fyndist það og er ástæðan sú að þar er ekkert fiskabúr, enginn lækur, engin fjara og engar hænur eins og í Sjálandsskóla .. ég skil hana svoooo vel.. var sjálf alltaf að skottast í læknum og fjörunni í sveitinni þar sem við bjuggum þegar ég var á þessum aldri.. og við áttum hænur og fiska ásamt fullt af öðrum dýrum er bara eins og mamma sín greinilega.. Svo kemur hún með gullmola annaðslagið.. pabbi hennar sagði mér einn góðan í gær. Hann var að fá hana til að klæða sig og spurði í hvaða peysu hún vildi fara.. hún sagðist vilja fara í gulu peysuna sína, hann spurði hvort hún vildi ekki fara í peysuna sem amma hennar í eyjum prjónaði.. hún sagði nei ég vil fara í gulu peysuna af því að hún er uppáhálds peysan mín, þá spyr pabbi hennar hvort peysan sem amma prjónaði sé EKKI uppáháldspeysan? þá segir hún.. pabbi, hún amma er EKKI að fara að deyja bráðum, hún er BARA 50 ára ógeðslega hneyksluð á karlinum pabba sínum ! Svo spurði hún mig um daginn afhverju við þyrftum að skipta barninu (henni) á milli okkar? mikið verið að spá og spökulera greinilega... ég get allavegana ekki beðið eftir að fá að knúsa hana eftir 2 mánuði
Í gær fór ég út að borða með skrifstofu/labba fólkinu hérna, fórum á kínverskt hlaðborð.. sem var mjööööög gott.. hefði getað farið 10 ferðir með sitthvorta samsetninguna af hlaðnum diski ef ég hefði viljað/getað... og svo var eftirréttur. Svo fórum við á the ladyboys of Bangkok í leikhúsi hér í bænum. Þetta var mjög skemmtileg sýning.. fyndin og ótrúlega glitrandi.. bæði óbreyttir og breyttir strákar á sviðinu.. sumir breyttu strákanna voru bara alveg eins og stelpur.. hefði ekki getað séð að þetta væru strákar ef ég vissi ekki betur Allavegana mæli ég með þessi sjóvi .. en þeir fara víst víða og sýna.. kannski til Íslands eitthvern góðan veðurdag !
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.10.2007 | 12:30
Matarfréttir og kynskiptingar
Jæja, lítið að frétta héðan en eitthvað þó..
Í síðustu viku fór ég með starfsfólkinu hérna á labbanum út að borða.. fórum á indverskan stað og fengum æðislegan mat .. og svo var bjór eftirá auðvitað Starfsfólkið (sem ég fór með út) hefur stofnað klúbb þar sem þau gefa öllum veitingastöðunum sem þau heimsækja einkunn fyrir nokkra þætti eins og t.d. matseðilsúrval, viðmót þjóna, klósettaðstaða ofl.. fyndið og frekar nördalegt Indverski staðurinn skoraði vel fyrir allt og er því ofarlega á listanum.. listinn verður held ég birtur á síðu sem þau eru með.
Sambúðin með íranum gengur vel, við skiptumst á að elda um helgar og hann þrífur og fer út með ruslið (er alltaf á undan mér, greinilega með lægri skítaþröskuld en ég hehehe..). Hann eldaði írskan morgunmat í gær.. ég var södd það sem eftir var dags.. þungt í maga! skil ekki fólk sem getur étið svona þungan mat á hverjum morgni En þetta var ljómandi gott hjá honum og gaman að prufa nýtt.
Í kvöld er svo dinner hjá stúdentagarðinum sem við búum á og maður skellir sér auðvitað þangað!
Á morgun er ég að fara á thailenskt kynskiptingashow.. spennó ! Eru víst frægir fyrir showið sitt og ferðast á milli landa til að sýna
í bili..
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.10.2007 | 14:00
Sending, styrkir, lungu og partý
LOKSINS er ég búin að fá sendinguna sem inniheldur nánast allt mitt dót .. ekki seinna vænna enda c.a. 1,5 mánuðir síðan ég sendi hana af stað með Eimskip. Það er alveg merkilegt hvað manni líður mikið betur þegar maður er búin að fá draslið sitt.. eitthvernvegin kemur ákveðið öryggi með því sem maður á sjálfur .. get ekki útskýrt þetta.. kannski er ég bara skrítin! vonandi samt ekki í sendingunni var t.d. vefmyndavél, hlaupaskór, fullt af fötum, myndir af Jónu Láru minni (sem er það besta í sendingunni), möppur með námsefni, skólabækur, sýni (mikilvægast í sendingunni) ofl.... Ég hef s.s. ekki byrjað á mínum sýnum og kemst ekki í það fyrr en seint í næstu viku.. hmm.. en reyndar er ég aðeins búin að kíkja á stóru þörungana og gat greint alla nema 1 (fæ Brian til að hjálpa mér). En það er bara svona 1% af því sem ég á eftir að gera með þessi sýni.. en alltaf gott að vera byrjaður!
Enn ein styrkumsóknin er í fæðingu hjá Jóni Sól og Gísla Má en ég var reyndar líka að vinna í henni.. alveg þangað til í dag en hún þarf að skilast inn í dag og sér Gísli um það þar sem ég er away
Lungun félagar mínir eru ekki að höndla stórborgarloftið allt of vel (er með viðkvæm lungu) og eru pústin komin á skrifborðið mitt tilbúin til innöndunar á hverjum degi piffffff.. er að reyna að styrkja þau með að fara í ræktina en finnst þau bara vera að versna greinilega svona gott loft í Garðabænum og Reykjavíkinni að þau eru í mengunarsjokki!
Í kvöld er starfsmanna-út að borða dæmi aftur .. sem er mjög gott og gaman! finnst að við Öskjubúar ættum að taka fólkið á labbanum (og skrifstofunum) til fyrirmyndar og gera eitthvað saman.. er voðalega lítið gert til að efla andann í Öskjunni en vonandi lagast það
Í bili
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.10.2007 | 11:00
Shrewsbury, Gray´s anatomy og ræktin
Hæhó, lítið að frétta as usual en ætli engar fréttir séu ekki góðar fréttir? Fór í gær með Brian Moss til Shrewsbury en hann þurfti að sitja fund í sambandi við vatnalög og pólitík í kringum það.. voða stuð. Ég hélt þetta yrði stutt ferð en það tók rúman klst að keyra þangað (og þaðan) og hann var á fundinum í um 4 klst meðan ég beið í bílnum, fékk mér göngutúr, sofnaði og las um háhitaþörunga í Yellowstone þjóðgarðinum Þegar hann var búinn á fundinum fórum við í sýnatöku fyrir mig í 4 stöðuvötn. Fyrstu 2 vötnin voru voðalega tær og fín, sennilega lítið fyrir mig að greina þar (kemur í ljós næstu daga) en vatn númer 3 var geggjað spennandi.. það var mjög grænt á litinn með blóma þörunga sem kallast Mycrocystis (blágrænir) og eru þeir meðal annars þekktir fyrir að vera eitraðir.. hundar og búfénaður hafa drepist eftir að hafa fengið sér sopa úr svoleiðis vötnum ! Mér var allavegana ráðlagt að vera ekkert að leggja mér þetta til munns og ákvað að fara eftir því Við sýnatökur í einu vatninu réðust að mér brjálaðir svanir með kvæsi og tilheyrandi látum .. vildu brauð en sáu að ég hafði ekki upp á svoleiðis að bjóða og vildi mig í burtu sem fyrst.. en ég lét ekki undan fuglunum þótt ég láti undan kínverjum
Annars gengur Gray´s anatomy áhorfið vel hjá mér og finnst mér þetta príðis þættir enda kostuðu þeir alveg 45 pund (enda fyrir þennan pening meiga þeir vera skemmtilegir). Ræktin gengur ekki jafnvel at the moment en það lagast vonandi fljótt !
Í bili
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2007 | 22:25
Væl, flutningar og sýnaflutningar
Væli væl... nú leiðist mér orðið frekar mikið hérna.. fínt að vera í skólanum en orðin þreytt á því að hanga í herberginu mínu seinnipartinn og á kvöldin.. fer að vísu í ræktina endrum og eins en það tekur bara klst. Ég veit ég veit.. gæti verið að lesa uppörvandi vísindagreinar öll kvöld þarf að bæta úr því.. Sakna Jónu Láru alveg voðalega mikið og hlakka til að lífið komist í fastar skorður aftur.. þ.e. ég og hún saman í Garðabænum með fullt af heimsóknum frá famelíunni þegar þau ákveða að kíkja í bæinn .. tala nú ekki um að kíkja sjálf vestur en nóg væl í bili..
Annars eru kínverjarnir fluttir út en enginn komin í þeirra stað.. vona að það komi einhver með félagslega hæfni til að búa í svona búi !
Ég er ekki enn búin að fá sýnin mín sem ég sendi frá Íslandi en þau hafa orðið strandaglópar á 2 stöðum á leiðinni.. er verið að vinna í þessu en greinilega ekki verið að vinna í sjálfum sýnunum svona er þetta stundum!
Hilsen frá Liverpool
Rakel vælukjói
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.9.2007 | 22:27
Rannís og Raclatte ...
Allt í rólega og órólega kanntinum hér .. sama og venjulega er að ég fer í skólann, kem heim, fer á netið, blogga yfirleitt ekki, fer stundum í ræktina, les eitthvað, fer í búðina, elda eða ét samloku, fer að sofa...zzZZZzzzz.. á það til að sofa 30 mín lengur en ég ætlaði mér en er þá bara 30 mín lengur í skólanum.. bara fyrir hana samvisku ! hehe!
Núna erum við Gísli Már og Jón Sól (leiðbeinendur mínir) að skrifa umsókn um styrk til rannís en svoleiðis skriftir eru þekktar hjá mér en hafa ekki fengið nógu góðar undirtektir (s.s. ekki bestu einkunn heldur næst bestu.. arg!!!!!) hjá fagráðum rannís.. en núna vonandi hefst þetta! bara áfram gakk og áfram með smjörið!
Í kvöld fór ég í matarboð hjá henni Heiðrúnu sem er þýski post docinn hans Brians Moss (einn leiðbeinandinn) og það opnaði nýjann heim fyrir mér.. mmmmmmmmmmm.. hún var með græju sem sennilega margir þekkja en ég þekkti ekki fyrr en í kvöld sem kallast raclatte en þar steikir maður og grillar það sem manni dettur í hug.. eða það sem er á boðstólnum. Í boðstólnum voru risa rækjur og lax ásamt fullt af grænmeti, sósum og sterkum þýskum osti.. þetta var bara geggjað ! Ég er allavegana búin að ákveða að kaupa mér svona græju (búin að finna mest cool raclatte í elko sem er líka með steinasteik) og bjóða bestu/duglegustu kommenterunum mínum í mat..
Rakel sjávarréttakerla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)