12.7.2007 | 19:40
Fólk er fífl.. !#$#$!%&%//
Eins og margir sem mig þekkja vita þá er ég í verkefni gengur út á að kanna áhrif næringarefaauðgunar á læki (global warming dæmi). Verkefnið er styrkt af evrópusambandinu og höfum við haft styrk til að kaupa tækjabúnað og ýmisslegt sem tengist verkefninu.. peningarnir eru ekki að kaffæra mann í þessum bransa En svo ég komi mér að efninu.. þá fórum við Lísa og Helena í felt (dregið af enska orðinu field work) til þess að bæta næringu í tunnur sem eru hluti af búnaði sem við höfum við hvern læk (9 talsins) á rannsóknarsvæðinu. Búnaðurinn samanstendur af; 2 stórum síldartunnum, álkassa, sólarrafhlöðu, rafgeymi, sérsmíðaðri dælu og slöngum (á við um hvern læk þannig að þetta eru 9 samsetningar). Ooog svo ég komi mér aftur að aðalmálinu þá hafði eitthver brotið upp lása á 3 álkössum, stolið 2 rafgeymum úr kössunum og.... það besta var.. sett aðra gamla og ljóta rafgeyma í staðinn og það sem er enn betra... tengt dælurnar og rafgeymana saman og búnaðurinn látinn dæla.. frekar furðulegir þjófar þarna á ferð.. . að stela frá háskólanum langtímarafgeymum (gefa veikann straum) og setja bílarafgeyma í staðinn (sem gefa öflugann straum í start) og tengja allt draslið.. já furðulegt! Samkvæmt þeim sem hafa eitthvað vit á rafgeymum þá ættu þessir langtímarafgeymar ekki að eiga eftir að endast í bíl þar sem þeir eru ekki gerðir fyrir start en eru frekar til að hafa í sumarhúsum og eitthverju svoleiðis pjatti.. en það er vonandi að þeir skemmist fljótt hjá ljóta þjófnum En á morgun fer löggan með okkur upp á Hengil til að taka myndir og fá upplýsingar í skýrslu Eins og sumir vita þá höfum við verið iðnar við að fá einkennisklædda karlmenn á fjall með okkur þ.a.m björgunarsveitina í Hveragerði alltaf gott að vera í góðum félagsskap!
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2007 | 21:05
Leti og hugmyndaleysi
Þessi dagur byrjaði frekar seint.. var andvaka í nótt.. arg! en það skal ekki koma fyrir aftur.. eða vonandi ekki í nótt! Ég hafði það af að redda mér nokkrum greinum fyrir greinina sem vonandi "fæðist" fyrir SIL en það er í vinnslu. Er bara strand á tölfræðigreiningu sem kallast því fagra nafni split-plot analysis of variance en er líklegast búin að redda mér hjálp með hana !
Á morgun er felt, ætlum að fylla á tunnurnar á Henglinum þ.e. bæta næringu í og taka ph, hita og leiðni í öllum lækjum.. s.s. endalaus gleði!
Er að horfa núna á Litla Bretland.. skemmtilegur húmor þar á ferð, eins gott að skilja húmorinn áður en haldið er út
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2007 | 00:03
Nýtt blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)