21.2.2008 | 22:20
Hætt að blogga !
Jæja, ég hef ákveðið að hætta þessu bloggi.. það þjónaði sínum tilgangi úti í UK en ég sé ekki tilganginn með því núna
Takk fyrir öll kommentin !
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 21:24
þorrinn og raunvísindaþing :)
Jæja góðir hálsar.. nóg að gera hjá minni eins og oft áður í skólanum en það er bara gott.. manni ætti ekki að leiðast á meðan!
Á föstudaginn síðasta fór ég á "þorrablót" með nokkrum starfsmönnum í Öskju (hádegismatur) en þar var á boðstólnum brennivín og léttbjór með matnum.. ég sat með 2 útlendingum sem báðir borðuðu þorramat og drukku brennivín (2 staup) þannig að ég íslendingurinn gat ekki verið minni manneskja og fékk mér eitt staup og einn léttbjór .. en þetta var s.s. nóg fyrir hænuhausinn mig til að finna áhrifin .. já í hádeginu eftir matinn fór ég að ræða við Gísla (leiðbeinanda) og hann skaut því að mér að ég ætti að halda fyrirlestur um verkefnið mitt á raunvísindaþingi.. þar sem ég var frekar light í hausnum sagði ég bara.. : jájá en eins gott að það verði ekki erfiðar spurningar eftir hann! eeeeeen núna er ég að berja mig í hausinn yfir að hafa verið svona djörf! því ég veit ekkert hvar ég á að byrja og hvernig ég ætla að redda mér í gegnum þetta.. þeir fyrirlestrar sem ég hef hingað til gert eru úr verkum annara og yfirleitt í samvinnu við aðra nemendur en vonandi reddast þetta !
Á næsta laugardag er svo annað þorrablót og í þetta sinn er það haldið hjá Veiðimálastofnun ég ætla að sjálfsögðu að skella mér og fá mér þorramat og sennilega bara vatn
Svo er ég búin að panta mér far til Ísafjarðar um páskana maður getur ekki látið rokkhátíð alþýðunnar fara framhjá sér... eða skíðaviku!
En í bili,
Rakel djarfa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 17:14
Tími á blogg?
Held að það sé kominn tími á smá blogg.. bara svona svo Ásta hafi eitthvað að lesa í vinnunni og Birgitta í skólanum og svo ef fleiri lesa er það bara kostur
Svosem lítið að frétta héðan annað en að það er nóg að gera í skólanum.. maður verður að byrja að setja sig í vinnualkagírinn ef hann finnst ef þetta dr próf á að nást innan eðlilegs tíma (hef reyndar litla trú á að það náist gerir það hjá fæstum).
Jóna Lára er bara í góðum gír í skólanum.. gengur bara vel með allt .. er orðin fluglæs stelpan! og talar hellings ensku mætti halda að hún hafi verið með mér í Liverpool.. Hún er nú skondin stundum litla dýrið.. sagði við mig um daginn: mamma.. þú ert stundum óþolandi, ég átti í mestu vandræðum með að hlægja ekki.. þá sagði hún að ég væri óþolandi þegar ég væri þreytt og að pabbi hennar væri það líka en hún Bjarnheiður mjög sjaldan (greinilegt hver er þolinmóðastur hehe).
Nú er kerlan byrjuð í ræktinni aftur.. ekki veitir af að ná upp því formi sem var komið í Liverpool gæti tekið einhvern tíma en það er bara að vera þolinmóð og jákvæð þá kemur þetta !
Ég er búin að ákveða að flytja til Ísafjarðar um næstu jól og klára námið þar. Þessi ákvörðun er tekin að mestu leiti vegna þess að það er ekki fyrir venjulegt fólk að leigja hérna í bænum og lifa svo langar mig líka að vera nálægt famelíunni og gefa Jónu tækifæri á því að kynnast ömmu sinni og afa betur ég fæ aðstöðu í Háskólasetrinu á Ísafirði og Bolungarvík líka ef ég vil.. þannig að skrifstofumál verða ekki vandamál! svo er það bara að leigja hjá bænum og vona að maður lendi á almennilegum stað.. nenni ekki að vera á stað þar sem mikið rugl er til staðar (vill fyglja sumum blokkunum sem bærinn á).. en þetta kemur allt í ljós !
Hilsen í bili !
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2008 | 19:46
Daglegt líf
Jæja þá er lífið komið í gamla góða farið aftur ! ég mætt í skólann (Öskju) og Jóna Lára í sinn skóla
Ég er þessa dagana að klára blaðgrænumælingar og að útbúa kísilþörungasýni til frekari greiningar.. voða stuð s.s. hjá mér! Aukin pressar er sett á mig núna með verkefnið þar sem Gísli og Jón vilja fá niðurstöður fyrir október á þessu ári.. úff... verður kreisí að gera og skipulag þarf að vera meira en áður þekktist hér á bæ.. annars er Gísli er búinn að fá nýjann Dr nema sem heitir Leifur og er færeyskur peyji.. alveg frábær í alla staði og gaman að deila með honum skrifstofu. Allir hinir labbafélagarnir eru á sínum stað og mikið verið að ræða málin í hópum .. bara næs!
Að auki við venjulega labbavinnu sit ég 2 námskeið. Annað heitir Gróðurríki Íslands og jarðvegur en hitt heitir Vatna og loftslagsfræði og er við jarðfræðiskor. Mér lýst betur á það seinna þar sem hið fyrra eru endalausar þurrar upptalningar enn sem komið er.. gæti breyst.. eða ég vona það allavegana!
í bili...
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2008 | 21:31
Gleðilegt ár og TAKK fyrir það gamla :)
Jæja, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla lesendur góðir Takk fyrir öll kommentin meðan ég var í Liverpool ! Ég hef ákveðið að reyna að halda áfram að blogga þrátt fyrir að vera komin heim ... sjá svo bara til hvort einhverjir séu að lesa eða hvort þetta deyji út
Ég kom heim 17 des með flugi frá Manchester.. fyrstu íslendingarnir sem ég sá voru fótboltaáhugamenn að koma af leik Manchester - Liverpool.. greinilegur kítingur í gangi milli hópa en þetta voru allt karlmenn og börn (strákar). Flugið var ágætt þar til að lendingu kom en þá var ágætis hristingur enda mikill vindur! ég er líka svo flughrædd þannig að allur hristingur er af hinu slæma hjá mér Helga tók á móti mér og hýsti mig þar til ég fór vestur daginn eftir þegar ég var búin að fá hana Jónu mína. Sú flugferð var verri þar sem mjööög mikill hristingur var í öllu djúpinu... arg !!! En við mæðgurnar komumst heilar á leiðarenda til fjölskyldunnar.
Jólin voru notaleg enda fjölskyldan saman en eina vantaði nú samt í hópinn eins og í fyrra hún er með okkur í anda.. Stelpan fékk fullt af jólapökkum og ég nokkra líka (allir góðir !!!). Svo var jólunum eytt í át á góðum mat, konfekti ofl. Áramótin voru líka fín, maður skellti sér á ball og hitti mörg kunnuleg andlit.
Jæja nenni ekki að skrifa meira enda orðið nóg í bili.. við mæðgur fljúgum suður á morgun og förum beint í það að kaupa nýtt rúm fyrir prinsessuna ! Svo kemur Sara og verður hjá okkur í 2 vikur (er í verknámi).
Bæbbbb...
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2007 | 13:44
Goodbye Liverpool ...
Well well.. nú er kominn sunnudagur og á morgun fer ég til Íslands mikil tilhlökkun að hitta fjölskylduna og extra tilhlökkun að hitta tannálfinn !
Ég skellti mér í bæinn á fimmtudaginn og tók nokkrar jólaljósamyndir í bænum.. kann ekki að setja þær inn í bloggtextann þar sem ég er einstaklega tölvuheft.. væri ekki slæmt ef einhver biði sig fram við að sýna mér hvernig þetta er gert ??? einhver?? Einnig voru nokkur hrædd hreindýr til sýnis og gervisnjór úr froðu var svífandi yfir svæðinu þar sem þau voru..
Á föstudaginn fórum við nokkur saman út að borða til að kveðja mig... skelltum okkur á indverskan veitingastað.. voðalega góður matur ! Brian kom með í þetta sinn og gaf mér jólapakka verður spennandi að opna hann um jólin.. Ég er búin að kaupa pakka fyrir hann og Heiðrúnu en það ku vera bók (made in Iceland) og makkíntons dós fyrir hvort.. vona að þau verði sátt við það!
Núna á ég eftir að þrífa herbergiskitruna mína og klára að pakka niður.. fer aðeins í skólann í fyrramálið til að senda dótið mitt (verður sótt í skólann) og svo er bara næsta skref að dröslast til Manchester.. með góða bók að lesa svo tíminn líði.. á ekki flug fyrr en um kl 21
Annars er þetta búinn að vera ágætis tími.. búin að læra margt gagnlegt sem ég hefði ekki getað kynnst heima á klakanum.. og svo hefur maður bara gott af því að kíkja aðeins út fyrir landssteinana og sjá hvernig önnur lönd eru með sinni menningu og háttum
Rakel - bráðum á Íslandi..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2007 | 19:31
Síðasta færslan?
Jább þetta er sennilega síðasta eða næst síðasta bloggið mitt úr lifrarlaug....
Eftir 2 vikur verð ég á flugvellinum í Manchester að bíða eftir að komast í einhverja af dísunum frá Icelandair til Keflavíkur. Helga litla systir ætlar að sækja mig á völlinn og hýsa mig þessa einu nótt sem ég verð í bænum (nema ég verði veðurtept þá neyðist hún til að hafa mig lengur ). Svo hitti ég litlu tannlausu stelpuna mína daginn eftir ásamt því að ég ætla að kíkja í herbúðir mínar (Öskju) og gá hvort þar sé eitthvað líf áður en ég fer í flug til Ísafjarðar. Á Ísafirði taka mamma, pabbi, Þórir og Sara á móti mér og Jónu Láru en það verður voðalega ljúft.. í kuldanum og snjónum . Eitt af því fyrsta sem ég ætla að gera er að kíkja í kirkjugarðinn á leiðið hennar eyju minnar svo er ekkert planað nema að slaaaakaaa á..... og kannski að reyna að sofna án þess að sjá kísilþörunga og grænþörunga fljótandi um í smásjáropi
Ég er að reyna að klára sýnin mín áður en ég fer og tel ég svona 80% líkur á að það takist ef ég vinn báðar helgarnar. Annars þarf ég líka að skila Gísla og Jóni framvinduskýrslu.. hún er í smíðum og er orðin um 50 bls (hefur verið í smíðum í langan tíma skal tekið fram) eins og hún er núna en mun lengjast áður en þeir fá að skemmta sér yfir henni (verða að hafa jólabókina í ár hjá sér )
Þessa dagana er ég í grunnfyrirlestrum um tölfræði (samanber lífmælingar 1 heima) og bara hef gaman af.. Einnig er ég í kúrsunum hjá Brian og hann er búin að vera duglegur í uppákomunum eins og vanalega. Var með Whiskey smökkun um daginn þar sem nemendur buðu sig fram sem smakkara og áttu að bera saman 2 whiskey gerðir og átti bragðið að endurspegla af hverskyns berggrunni vatnið var komið (Skoskt). Þau lýstu bragðinu í samræmi við það sem búast mætti við. Lyktin í fyrirlestrasalnum var ansi góð það sem eftir var af fyrirlestrinum . Svo var annar fyrirlestur þar sem hann var að lýsa lífi í svifi vatna en til þess að láta nemendur átta sig á ögnum sem í vatninu eru og stærð þeirra fyrir rándýrum dreifði hann smartes, vínberjum, eplum og blöðrum í salinn. Svo voru gerðar ýmsar útskýringar og komið fram með pælingar út frá þessum "ögnum"... voða gaman bara eins og í leikskóla
Jæja nóg í bili.. og endilega kommentið pípúl !
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
26.11.2007 | 14:02
hitt og þetta.....
Lífið er eins rólegt og fyrr hérna í pollinum.. búin að vera í sama fasanum.. vinna, borða, sofa
Ég fór á pubquiz um daginn með vatnalíffræðingum, þurrlendislíffræðingum og svo meirihluta hópsins sem voru sjávarlíffræðingar.. sem skipulögðu dæmið. Það undirstrikast vel á þemanu sem þau völdu hvað líffræðingar geta verið skrítnir.. en þemað var matrix algebra.. eða á íslensku: fylkja algebra Ekki minn bolli af tei má segja.... Það voru samt ekki allar spurningarnar um þetta sem betur fer ! ég gat meira að segja svarað alveg einni spurningu.. en það var spurning um leikkonu.. enginn þekkti myndina af henni nema ég og þessi leikkona er íslendingum kunn úr Desperate housewifes og heitir Eva Longoria (bretarnir könnuðust ekkert við hana.. hehe.. og ég hélt að allir vissu hver hún væri)..
Hún Jóna Lára skvís er búin að missa hina framtönnina og er að mér skilst smámælt.. getur sungið um jólin: all I want for christmas is my two front teeth.. my two front teeth Annars er hún bara kát en saknar gömlu konunnar eins og gamla saknar hennar! en það eru í dag 21 dagur þangað til við hittumst og þá verður GAMAN
Þessa dagana er ég að greina grænþörunga og blágræna þörunga... og já uppáháldin mín kísilþörunga í og með.. ef ég hefði ekki þá síðast nefndu þá væri þetta ekkert stuð.. þeir eru fallegir, fjölbreytilegir og reglulegir í lögun (sem hinir eru EKKI - arggggg).
Ég ætla mér til yndisauka að skella mér á fyrirlestra um aðhvarf og fylgni á morgun.. veitir ekkert af því að rifja upp
Annars í bili,
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.11.2007 | 09:02
Gandálfur og skata
Jæja.. í dag eru 27 dagar þangað til ég kem til Íslands en 28 þar til ég kemst til mömmu og pabba með Jónu Láru ekki leiðinlegt það! En þetta er hingað til búið að vera ágæt dvöl þótt mér hafi á köflum liðið smá einmanna.. en það er nú í lagi annað slagið Held að allir hafi gott af því að prufa eitthvað annað en heimahagana ef tækifærið gefst..
Mér finnst ég hafa lært helling af Gandalfi (Brian Moss) eins og hann er kallaður af sumum (vegna hvíta hársins og hvíta skeggsins) bæði þá í greiningu þörunga og af fyrirlestrunum hans. Hann er lang skemmtilegasti fyrirlesari sem ég hef hlustað á..... hann á það til að koma með frumsamin fyndin ljóð um námsefnið, syngja lög og halda skemmtilega sýnikennslu.. í gær var hópsöngur um flóðhesta þar sem hann söng fyrsta erindið, strákar í hópnum annað og stelpurnar áttu að syngja það þriðja en ekkert heyrðist í stelpunum.. þannig að hann tók sig til og söng með "stelpu" rödd mjög lifandi kennsla má fullyrða!
Pabbi er búinn að bjóða öllum sem vilja að koma í skötuveislu vestur þann 23 des nk. Veislan hefst kl 11 og er til 13
Annars hef ég nú fátt annað að segja í bili...
Cheers,
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.11.2007 | 19:40
Helgin, dónar og fyrirlestur
Jæja þá er helgin liðin og gott betur .. komið þriðjudagskvöld og alles.. Emma var hjá mér um helgina og var mikið verslað og góður matur borðaður. Ég uppgvötvaði paradísarbúð þ.e. sem selur allt fatakyns á mjög lágu verði .. og fötin eru í flestum tilfellum vönduð. Er búin að kaupa inn í heilann fataskáp á Jónu Láru en skv. pabba hennar veitir ekki af því vegna þess að stúlkan er að vaxa vel og mikið .. mér á sjálfsagt eftir að bregða þegar ég sé hana eftir rúman mánuð (víí bara rúmur mánuður eftir)
Ég hitti dónalegasta kall í þjónustustarfi (sem ég man eftir allavegana) í gær þegar ég tók taxa heim. Tók s.s. taxa frá lestarstöðinni að "heimili" mínu.. þegar ég sagði karluglunni hvert ég vildi fara hristi hann hausinn og emjaði.. ég spurði bara : what og hann ansaði ekki.. tautaði svo um hvað ég hefði nú getað verið fljót að labba bara (var reyndar of þreytt til að labba meira þann daginn). Svo þegar við komum að byggingunni sem ég bý á sagði ég: þú mátt bara stoppa hjá næsta bíl (sem var úti í kanti) og þá hreitti hann í mig að ég þyrfti nú ekkert að segja honum hvar ég vildi stoppa því hann vissi það alveg (greinilega kominn með nóg af stúdentum á stúdentagarðinum). Svo stoppaði karlmyglan og henti (bókstaflega) í mig afgangnum og gretti sig. Ví í í gaman að lenda í svona fólki ! Allavegana myndi maður hugsa sér að breyta um starf áður en það væri orðið svona leiðinlegt
Annars fór ég í mjög skemmtilegann fyrirlestur í dag hjá Brian Moss. Hann var að fjalla almennt um vatn og lagskiptingu/blöndun í stöðuvötnum. Til þess að gera kennsluefnið skýrt var hann með svona "nýjustu tækni og vísindi" atriði. Var með vatn í nokkrum krukkum/búrum og bætti svo efnum út í, kveikti á hárþurku til að líkja eftir vindi og notaði lampa yfir vatnsskál til þess að líkja eftir sólarhitun.. mjög áhugavert hjá karlinum svo reitti hann af sér brandarana eins og hann gerir gjarnan í fyrirlestrum.. væri næs ef fleiri prófessorar væru svona líflegir ! Þetta er svo í fyrsta sinn sem þessi kúrs er kenndur þar sem sá gamli er að fara á eftirlaun og enginn tekur við af honum.
Annars í bili,
Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)