26.11.2007 | 14:02
hitt og þetta.....
Lífið er eins rólegt og fyrr hérna í pollinum.. búin að vera í sama fasanum.. vinna, borða, sofa
Ég fór á pubquiz um daginn með vatnalíffræðingum, þurrlendislíffræðingum og svo meirihluta hópsins sem voru sjávarlíffræðingar.. sem skipulögðu dæmið. Það undirstrikast vel á þemanu sem þau völdu hvað líffræðingar geta verið skrítnir.. en þemað var matrix algebra.. eða á íslensku: fylkja algebra Ekki minn bolli af tei má segja.... Það voru samt ekki allar spurningarnar um þetta sem betur fer ! ég gat meira að segja svarað alveg einni spurningu.. en það var spurning um leikkonu.. enginn þekkti myndina af henni nema ég og þessi leikkona er íslendingum kunn úr Desperate housewifes og heitir Eva Longoria (bretarnir könnuðust ekkert við hana.. hehe.. og ég hélt að allir vissu hver hún væri)..
Hún Jóna Lára skvís er búin að missa hina framtönnina og er að mér skilst smámælt.. getur sungið um jólin: all I want for christmas is my two front teeth.. my two front teeth Annars er hún bara kát en saknar gömlu konunnar eins og gamla saknar hennar! en það eru í dag 21 dagur þangað til við hittumst og þá verður GAMAN
Þessa dagana er ég að greina grænþörunga og blágræna þörunga... og já uppáháldin mín kísilþörunga í og með.. ef ég hefði ekki þá síðast nefndu þá væri þetta ekkert stuð.. þeir eru fallegir, fjölbreytilegir og reglulegir í lögun (sem hinir eru EKKI - arggggg).
Ég ætla mér til yndisauka að skella mér á fyrirlestra um aðhvarf og fylgni á morgun.. veitir ekkert af því að rifja upp
Annars í bili,
Rakel
Athugasemdir
hæhæ skilningsríka frænka... það er alltaf að styttast og styttast í að þú komir... hlakka til að sjá þig gamla...
Birgitta (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:09
heyrðu verðum að stofna svona pubquiz þegar þú verður komin heim.. hehe
Heyrðu engir draumar nýlega? ekkert til að ráða?! usss
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 09:40
Heyrðu jú í nótt.. helling af dýrum.. fyrst voru það 4 páfagaukar (2 af þeim eru dead) s.s. mínir páfagaukar og svo var allt búið að breytast í hunda... svona smáhunda :) Þórir og Þórey (breyttist stundum yfir í að vera Jóna Lára) voru bara svona 5 ára grjón og áttu að viðra hundana :) mamma sat uppi með öll þessi dýr en þau voru í minni eigu.. og hún var ekki ánægð með mig ! ...þvílík steypa.... efast um að þú getir ráðið svona bull !
Rakel Guðmundsdóttir, 27.11.2007 kl. 10:07
hundar - bara snilld, hlýtur að merkja alveg hundheppni hjá þér í nánustu framtíð :D
sjáumst kannski eftir 3 vikur? eða þá í það minnsta fyrir vestan....
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 27.11.2007 kl. 20:09
Já líst vel á það hjá þér Ester En ég ætla að kíkja í Öskjuna 18 des um hádegisbilið og fá að sjá framan í ykkur áður en ég fer vestur ... en ég er alveg meira en til í að hitta þig líka þar ! hvenær verðuru þar næst ?
Rakel Guðmundsdóttir, 27.11.2007 kl. 20:48
Maður verður nú að geta verið hipp og cool þó maður sé líffræðingur. (Lesist = nauðsynlegt að þekkja skvísurnar í Desperate, annað er bara nördalegt).
Vá hvað ég trúi að þér sé farið að hlakka til heimkomunnar.
Vona að þú nýtir samt útlöndin og kaupir allar jólagjafirnar. Munar svo miklu fyrir budduna(ein alveg kaupóð og öfundar þig geggjað).
Hlakka til að sjá þig, kossar og knús, Steingerður
Steingerður (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 00:50
Hehe já Steingerður.. er búin að kaupa allar jólagjafir og kannski smá meira til hmmm... freistast maður ekki alltaf? híhí..
Rakel Guðmundsdóttir, 28.11.2007 kl. 14:53
Dugleg stelpa!!!!! Stolt af þér.
Kv, Steingerður.
Steingerður (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 02:35
já Rakel, verð fyrir vestan á undan þér (vonandi) þar sem skíðagönguæfingahelginni var frestað fram á 6. - 9. des...
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 29.11.2007 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.