Síðasta færslan?

Jább þetta er sennilega síðasta eða næst síðasta bloggið mitt úr lifrarlaug....

Eftir 2 vikur verð ég á flugvellinum í Manchester að bíða eftir að komast í einhverja af dísunum frá Icelandair til Keflavíkur. Helga litla systir ætlar að sækja mig á völlinn og hýsa mig þessa einu nótt sem ég verð í bænum (nema ég verði veðurtept þá neyðist hún til að hafa mig lengur Joyful). Svo hitti ég litlu tannlausu stelpuna mína daginn eftir ásamt því að ég ætla að kíkja í herbúðir mínar (Öskju) og gá hvort þar sé eitthvað líf áður en ég fer í flug til Ísafjarðar. Á Ísafirði taka mamma, pabbi, Þórir og Sara á móti mér og Jónu Láru en það verður voðalega ljúft.. í kuldanum og snjónum Grin. Eitt af því fyrsta sem ég ætla að gera er að kíkja í kirkjugarðinn á leiðið hennar eyju minnar Heart svo er ekkert planað nema að slaaaakaaa á.....Cool og kannski að reyna að sofna án þess að sjá kísilþörunga og grænþörunga fljótandi um í smásjáropi Pinch

Ég er að reyna að klára sýnin mín áður en ég fer og tel ég svona 80% líkur á að það takist ef ég vinn báðar helgarnar. Annars þarf ég líka að skila Gísla og Jóni framvinduskýrslu.. hún er í smíðum og er orðin um 50 bls (hefur verið í smíðum í langan tíma skal tekið fram) eins og hún er núna en mun lengjast áður en þeir fá að skemmta sér yfir henni (verða að hafa jólabókina í ár hjá sér Cool)

Þessa dagana er ég í grunnfyrirlestrum um tölfræði (samanber lífmælingar 1 heima) og bara hef gaman af.. Einnig er ég í kúrsunum hjá Brian og hann er búin að vera duglegur í uppákomunum eins og vanalega. Var með Whiskey smökkun um daginn þar sem nemendur buðu sig fram sem smakkara og áttu að bera saman 2 whiskey gerðir og átti bragðið að endurspegla af hverskyns berggrunni vatnið var komið (Skoskt). Þau lýstu bragðinu í samræmi við það sem búast mætti við. Lyktin í fyrirlestrasalnum var ansi góð það sem eftir var af fyrirlestrinum LoL. Svo var annar fyrirlestur þar sem hann var að lýsa lífi í svifi vatna en til þess að láta nemendur átta sig á ögnum sem í vatninu eru og stærð þeirra fyrir rándýrum dreifði hann smartes, vínberjum, eplum og blöðrum í salinn. Svo voru gerðar ýmsar útskýringar og komið fram með pælingar út frá þessum "ögnum"... voða gaman bara eins og í leikskóla Wizard 

Jæja nóg í bili.. og endilega kommentið pípúl !

Rakel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja þú ert alveg að fara að koma heim!!!! vúhú, vildi að ég næði að hitta á þig strax og þú kemur en get nú svosem beðið þar til þú ert komin að vestan aftur :p hehe

nammm hefði nú alveg verið til í að vera í smökkuninni þarna, verðum bara að hafa svoleiðis þegar þú heldur partýið... Nú jæja eða geturðu keypt absent (hvernig sem það er skrifað) sem er 70% áfengi??? :)

heyrðu og eitt í lokin, þú átt nú eftir að blogga oftar erþaggi!? bara á hverjum degi þar til flugvélin fer í loftið!

kveðja frá kjúlla og súkku :)

Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Geturðu ekki tekið þennan Brian með þér heim, við getum alveg notað svona kall í Öskjunni - m.a.s. getum örugglega mjakað okkur til og gert pláss fyrir hann, skal standa og lána honum stólinn minn :D

sí jú sún

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 3.12.2007 kl. 20:44

3 Smámynd: Rakel Guðmundsdóttir

Hey mér langar í kjúlla og súkku og þú neyðist til þess að bíða Ásta ! bara rúmur mánuður í kaffihús.. verð reyndar að finna mér annan rétt á bleu þar sem kakan er allt í einu orðin óæt! finn eitthvað holt og gott

Ég væri meira en til í að hafa þennan viskubrunn með mér í Öskjuna! Þú yrðir sennilega líka að passa fyrir hann Schaffer hundinn Ester.. hann er svartur og STÓR ! En annars er hann búinn að tala um lake Thingvallavatn í síðustu 2 fyrirlestrum.. ég verð náttúrulega ógurlega ánægð þegar minnst er á Iceland.. 

Rakel Guðmundsdóttir, 3.12.2007 kl. 20:59

4 identicon

hehe já er ísland mjög frægt í líffræðinni?? í alvöru- spurning

Hummmm hvað ætli sé annað gott á bleu?... má nú ekki vera OF hollt... kannski marensterta?

Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 08:59

5 Smámynd: Rakel Guðmundsdóttir

Jú það verður holt á Bleu.. er ekki búin að standa mig eins vel og ég hefði viljað hér í "átaki" þ.e. aðeins of margir öl og út að borða ofl...

Ísland er náttúrulega best í heimi! Áfram Ísland !!!!

Rakel Guðmundsdóttir, 4.12.2007 kl. 17:33

6 identicon

Þú ferð nú ekki að draga úr blogginu þó þú sért að fara að koma heim til Íslands, alltaf gaman að heyra um nýjustu uppátækin hans Brians. Mundu það bara að ef þér tekst ekki að draga hann til Íslands þá verður þú bara að taka kennsluna að þér

Kveðja Þórdís

Þórdís (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:27

7 Smámynd: Rakel Guðmundsdóttir

Já ég held ég hafi ekki þessa hæfileika til að vera svona góður kennari.. annars veit maður ekki  

Ég veit ekki með bloggið hvort ég haldi því áfram þegar ég kem heim.. finnst svoldið asnalegt að hafa slóðann liverpool-rakel þegar ég er komin til Íslands ! spurning að stofna nýtt blogg eða hætta þessari vitleysu

Rakel Guðmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 13:43

8 identicon

neeei heldurru að þú hættir? uss heldur bara áfram, er ekki kúl að vera liverpool-rakel? 

búin að kaupa allar jólagjafirnar þarna úti?

Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:56

9 identicon

Þú getur prófað að halda fyrirlestur fyrir íslensku kennarana, sýnt myndband og kennt þeim smá takta frá kallinum fyrst það er ekki hægt að flytja hann upp í Öskju.

Annars finnst mér nú slaft að blogga ekki meira fyrir heimkomu. Maður kíkir á hverjum degi og bíður spenntur eftir fréttum. Svo er þetta komið inn í nethringinn sem maður fer og því alveg glatað að taka þetta út.

Þú átt eftir að rúlla þessum sýnum upp fyrir heimkomu. Veit hvernig fart þú ferð á undir pressu. Tekst allt.

Hlakka til að sjá þig. Þú kíkir kanski í kaffi ef það verður ekki flugveður

Steingerður (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:25

10 Smámynd: Rakel Guðmundsdóttir

Já ég skelli kannski einu bloggi inn til viðbótar  héðan úr lifrarpolli s.s.

Mér líst vel á kaffiboðið þitt Steingerður og aldrei að vita nema maður renni við í sveitina (eins og dotti segir) og kíki á þig

Rakel Guðmundsdóttir, 7.12.2007 kl. 11:46

11 identicon

vó  ég er alveg að klikka i kommentunum... er ekki buin að lesa lengi lengi hjá þer.. vill ég kenna tímaleysi um það.. þó svo að við vitum báðar að svo er ekki rétt... hehe

 hlakka til að sjá þig vonandi 18 des þó svo að það verði i mýflugu mynd.....

Birgitta (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 02:11

12 identicon

Kannski við Rakel komum bara bæði í sveitakaffi, spörum okkur olíukostnaðinn við alla keyrsluna úr miðbænum:) Eru ekki nýbakaðar kleinur og hjónabandsæla á boðstólnum á bænum?

Ég hef miklu betri hugmynd en að taka Brian með heim. Rakel fer bara að kenna!! Getur nýtt þér allan fróðleikinn frá kallinum, ég myndi pottþétt taka kúrs í smartýs áti og Whiskey-drykkju 103 hjá RG.

Kv Dotti

Dotti (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 17:02

13 Smámynd: Rakel Guðmundsdóttir

Líst vel á þetta hjá þér Dotti með sveitasæluferðina.. ekki veitir af því að spara bensínið eða olíuna .. helvíti dýrt þetta drasl!

En með kennsluna er ég ekki viss.. held ég hafi ekki hæfileika til að kenna frekar en að dansa eða syngja  hef allavegana ekki ómælda þolinmæði !

Rakel Guðmundsdóttir, 11.12.2007 kl. 08:45

14 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

æj Rakel - komdu nú með eina færslu svona í restina....

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 11.12.2007 kl. 12:16

15 identicon

Styð síðasta ræðumann!!! eina enn... og svo ertu bara komin heim! vúhú

Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:36

16 Smámynd: Rakel Guðmundsdóttir

Hey ég skal koma með aðra.. þarf bara að láta tímann líða til að finna út hvað ég á að skrifa.. er bara með eitt topic í huga og það er ekkert nógu spennandi eitt og sér.. svo skelli ég mér kannski í bæinn og tek myndir af liverpool jólum og set inn á síðuna..

Rakel Guðmundsdóttir, 11.12.2007 kl. 17:34

17 identicon

Já hljómar vel, gaman að sjá líka hvernig jólin eru í liverpool!

Ásta Jóna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband