20.11.2007 | 09:02
Gandálfur og skata
Jæja.. í dag eru 27 dagar þangað til ég kem til Íslands en 28 þar til ég kemst til mömmu og pabba með Jónu Láru ekki leiðinlegt það! En þetta er hingað til búið að vera ágæt dvöl þótt mér hafi á köflum liðið smá einmanna.. en það er nú í lagi annað slagið Held að allir hafi gott af því að prufa eitthvað annað en heimahagana ef tækifærið gefst..
Mér finnst ég hafa lært helling af Gandalfi (Brian Moss) eins og hann er kallaður af sumum (vegna hvíta hársins og hvíta skeggsins) bæði þá í greiningu þörunga og af fyrirlestrunum hans. Hann er lang skemmtilegasti fyrirlesari sem ég hef hlustað á..... hann á það til að koma með frumsamin fyndin ljóð um námsefnið, syngja lög og halda skemmtilega sýnikennslu.. í gær var hópsöngur um flóðhesta þar sem hann söng fyrsta erindið, strákar í hópnum annað og stelpurnar áttu að syngja það þriðja en ekkert heyrðist í stelpunum.. þannig að hann tók sig til og söng með "stelpu" rödd mjög lifandi kennsla má fullyrða!
Pabbi er búinn að bjóða öllum sem vilja að koma í skötuveislu vestur þann 23 des nk. Veislan hefst kl 11 og er til 13
Annars hef ég nú fátt annað að segja í bili...
Cheers,
Rakel
Athugasemdir
jii hvað hann hljómar skemmtilegur kennari! vildi að ég hefði haft einn svona.. ekki þurrar ýsur allt
sérð þú um fararkost (helst flugvél eða hummer kannski) í skötuveislu og til baka ?!? hehe
Heyrðu skata fæst en er ófáanlegt að elda hana heima.. sumum (lesis fjölskyldunni) finnst vera of mikil lykt af þessu... erum nú samt vön að hafa skötu... bara svona í mildaralagi ohhh nú langar mig í skötu!
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 09:57
Þú getur komið með mér í handfarangri 18 des ef þú vilt verð bara að pakka þér niður með fartölvunni!
Já sumum finnst lyktin of sterk.. greinilega ekki nógu öflug nasahár eins og hjá öðrum
Rakel Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 10:15
Nammi, namm stöppuð saman við kartöflur og smjör. Nýtt gott rúgbrauð með.....
Enn nei nei, hér er bara horft á mann eins og maður sé eitthvað skrítinn og þvert nei hrópað í einum kór með hrilling.
Svo fara pabbi og mamma alltaf í svona ekta vestfiska skötuveislu þannig að maður verður bara að sætta sig við eitthvað óþorláksmessulegt í matinn
Ég verð nú að viðurkenna að það mættu pottþétt einhverjir (lesist flestir) kennarar hér heima taka þennan dút og copya smá takta frá honum.
kossar og knús,
Steingerður
Steingerður (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:29
Já algerlega.. hefði gert BS námið meira spennandi.. Jsol og Gísli Már gera þetta kannski í framtíðinni með sína vatnalíffræðinemendur .. show og söngur
Annars er hægt að sjá Mud mud flóðhestalagið sem hann tók í fyrra með bekknum á youtube.. hér er slóðinn.. kíktu á þetta Steinka ! http://youtube.com/watch?v=01xuLlYMTWk er reyndar ekki í bestu gæðum en fyndið
Rakel Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:39
Váá það hefði verið snilld að hafa svona kennara.
Mmmm hlakka svo til að fara í skötuveislu á þorláksmessu...skata og bjór og svo eitt brennivínsstaup til að ná fitunni úr gómnum...gerist ekki betra.
Kv
Halldóra
Halldóra Harðar (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 12:31
lýst vel á brennivínsstaupið kannski ekki alveg minn bolli af tei hehe en sniðug leið til að hreinsa góminn.. það er held ég eini gallinn við skötuátið ! allt hitt eru bara kostir
Rakel Guðmundsdóttir, 22.11.2007 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.