19.2.2008 | 21:24
þorrinn og raunvísindaþing :)
Jæja góðir hálsar.. nóg að gera hjá minni eins og oft áður í skólanum en það er bara gott.. manni ætti ekki að leiðast á meðan!
Á föstudaginn síðasta fór ég á "þorrablót" með nokkrum starfsmönnum í Öskju (hádegismatur) en þar var á boðstólnum brennivín og léttbjór með matnum.. ég sat með 2 útlendingum sem báðir borðuðu þorramat og drukku brennivín (2 staup) þannig að ég íslendingurinn gat ekki verið minni manneskja og fékk mér eitt staup og einn léttbjór .. en þetta var s.s. nóg fyrir hænuhausinn mig til að finna áhrifin .. já í hádeginu eftir matinn fór ég að ræða við Gísla (leiðbeinanda) og hann skaut því að mér að ég ætti að halda fyrirlestur um verkefnið mitt á raunvísindaþingi.. þar sem ég var frekar light í hausnum sagði ég bara.. : jájá en eins gott að það verði ekki erfiðar spurningar eftir hann! eeeeeen núna er ég að berja mig í hausinn yfir að hafa verið svona djörf! því ég veit ekkert hvar ég á að byrja og hvernig ég ætla að redda mér í gegnum þetta.. þeir fyrirlestrar sem ég hef hingað til gert eru úr verkum annara og yfirleitt í samvinnu við aðra nemendur en vonandi reddast þetta !
Á næsta laugardag er svo annað þorrablót og í þetta sinn er það haldið hjá Veiðimálastofnun ég ætla að sjálfsögðu að skella mér og fá mér þorramat og sennilega bara vatn
Svo er ég búin að panta mér far til Ísafjarðar um páskana maður getur ekki látið rokkhátíð alþýðunnar fara framhjá sér... eða skíðaviku!
En í bili,
Rakel djarfa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.