3.2.2008 | 17:14
Tími á blogg?
Held að það sé kominn tími á smá blogg.. bara svona svo Ásta hafi eitthvað að lesa í vinnunni og Birgitta í skólanum og svo ef fleiri lesa er það bara kostur
Svosem lítið að frétta héðan annað en að það er nóg að gera í skólanum.. maður verður að byrja að setja sig í vinnualkagírinn ef hann finnst ef þetta dr próf á að nást innan eðlilegs tíma (hef reyndar litla trú á að það náist gerir það hjá fæstum).
Jóna Lára er bara í góðum gír í skólanum.. gengur bara vel með allt .. er orðin fluglæs stelpan! og talar hellings ensku mætti halda að hún hafi verið með mér í Liverpool.. Hún er nú skondin stundum litla dýrið.. sagði við mig um daginn: mamma.. þú ert stundum óþolandi, ég átti í mestu vandræðum með að hlægja ekki.. þá sagði hún að ég væri óþolandi þegar ég væri þreytt og að pabbi hennar væri það líka en hún Bjarnheiður mjög sjaldan (greinilegt hver er þolinmóðastur hehe).
Nú er kerlan byrjuð í ræktinni aftur.. ekki veitir af að ná upp því formi sem var komið í Liverpool gæti tekið einhvern tíma en það er bara að vera þolinmóð og jákvæð þá kemur þetta !
Ég er búin að ákveða að flytja til Ísafjarðar um næstu jól og klára námið þar. Þessi ákvörðun er tekin að mestu leiti vegna þess að það er ekki fyrir venjulegt fólk að leigja hérna í bænum og lifa svo langar mig líka að vera nálægt famelíunni og gefa Jónu tækifæri á því að kynnast ömmu sinni og afa betur ég fæ aðstöðu í Háskólasetrinu á Ísafirði og Bolungarvík líka ef ég vil.. þannig að skrifstofumál verða ekki vandamál! svo er það bara að leigja hjá bænum og vona að maður lendi á almennilegum stað.. nenni ekki að vera á stað þar sem mikið rugl er til staðar (vill fyglja sumum blokkunum sem bærinn á).. en þetta kemur allt í ljós !
Hilsen í bili !
Rakel
Athugasemdir
loksins.... versta er að tölvan mín hrundi... og ég hafði ekkert að lesa í nokkra daga... en ég er komin með nýja tölvu og get lesið endalaust hehe
Birgitta Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:08
Já eins gott fyrir þig að vera í sambandi svo þú getir verið memm gella
Rakel Guðmundsdóttir, 6.2.2008 kl. 22:07
já ég verð í sambandi bráðum... er bara svo klár á nýju tölvuna að ég kann ekki að finna msn í henni og ég kann bara ekkert á hana... en þetta er allt að koma... eða ég vona það... annars hringji ég bara eða mæti á staðin til að fá slúður beint í æð
birgitta (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.