16.1.2008 | 19:46
Daglegt líf
Jæja þá er lífið komið í gamla góða farið aftur ! ég mætt í skólann (Öskju) og Jóna Lára í sinn skóla
Ég er þessa dagana að klára blaðgrænumælingar og að útbúa kísilþörungasýni til frekari greiningar.. voða stuð s.s. hjá mér! Aukin pressar er sett á mig núna með verkefnið þar sem Gísli og Jón vilja fá niðurstöður fyrir október á þessu ári.. úff... verður kreisí að gera og skipulag þarf að vera meira en áður þekktist hér á bæ.. annars er Gísli er búinn að fá nýjann Dr nema sem heitir Leifur og er færeyskur peyji.. alveg frábær í alla staði og gaman að deila með honum skrifstofu. Allir hinir labbafélagarnir eru á sínum stað og mikið verið að ræða málin í hópum .. bara næs!
Að auki við venjulega labbavinnu sit ég 2 námskeið. Annað heitir Gróðurríki Íslands og jarðvegur en hitt heitir Vatna og loftslagsfræði og er við jarðfræðiskor. Mér lýst betur á það seinna þar sem hið fyrra eru endalausar þurrar upptalningar enn sem komið er.. gæti breyst.. eða ég vona það allavegana!
í bili...
Rakel
Athugasemdir
Hæjj, hlýtur að vera stuð að spjalla við færeyjing!! eitt sem ég vissi ekki í gær: undanrenna = niðurgangur á færeysku.. svona ef þú ert að lýsa ágæti þeirrar afurðar hehe
Ok, nú vil ég fara að fá hitting - kaffihús, skólinn whatever.. gott ef það er amk kaffi sem við fáum okkur en alls engin nauðsyn.
Eitt í viðbót.. varstu í kringlunni í gær?
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 08:21
Hey niðurgangur er víst orðið skreppa á færeysku.. ekki undanrenna en það er til eitthvað sem heitir undanrenningur en ég man ekki hvað það þýddi.. þannig að það er víst ekki jafn gaman að skreppa í Færeyjum eins og á Íslandi
Rakel Guðmundsdóttir, 20.1.2008 kl. 18:39
jæja ég kann þessa færslu utan af... ég vill nýja!!!!
veit þú hefur fullt að seigja.... hef trú á þer
Birgitta (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:32
Sammála síðasta ræðumanni, endilega haltu áfram að skrifa hér svo ég hafi eitthvað að lesa í gömlu/leiðinlegu vinnunni minni :) Skulum svo sjá til þegar ég verð komin í nýju... neeee ég held sko pottþétt áfram að lesa þetta :)
Ásta Jóna (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.