Gleðilegt ár og TAKK fyrir það gamla :)

Jæja, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla lesendur góðir Heart Takk fyrir öll kommentin meðan ég var í Liverpool ! Ég hef ákveðið að reyna að halda áfram að blogga þrátt fyrir að vera komin heim ... sjá svo bara til hvort einhverjir séu að lesa eða hvort þetta deyji út Smile

Ég kom heim 17 des með flugi frá Manchester.. fyrstu íslendingarnir sem ég sá voru fótboltaáhugamenn að koma af leik Manchester - Liverpool.. greinilegur kítingur í gangi milli hópa en þetta voru allt karlmenn og börn (strákar). Flugið var ágætt þar til að lendingu kom en þá var ágætis hristingur enda mikill vindur! ég er líka svo flughrædd þannig að allur hristingur er af hinu slæma hjá mér Pinch Helga tók á móti mér og hýsti mig þar til ég fór vestur daginn eftir þegar ég var búin að fá hana Jónu mína. Sú flugferð var verri þar sem mjööög mikill hristingur var í öllu djúpinu... arg !!! En við mæðgurnar komumst heilar á leiðarenda til fjölskyldunnar.

Jólin voru notaleg enda fjölskyldan saman en eina vantaði nú samt í hópinn eins og í fyrra Frown hún er með okkur í anda.. Stelpan fékk fullt af jólapökkum og ég nokkra líka (allir góðir !!!). Svo var jólunum eytt í át á góðum mat, konfekti ofl. Áramótin voru líka fín, maður skellti sér á ball og hitti mörg kunnuleg andlit.

Jæja nenni ekki að skrifa meira enda orðið nóg í bili.. við mæðgur fljúgum suður á morgun og förum beint í það að kaupa nýtt rúm fyrir prinsessuna ! Svo kemur Sara og verður hjá okkur í 2 vikur (er í verknámi).

Bæbbbb...

Rakel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að heyra frá þér og gott að þú ætlar að halda áfram að skrifa hér!

Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 08:38

2 identicon

jess.. ég  var farin að sjá fram á leiðinlega tíma í vor þar sem ég myndi ekki hafa neytt til að lesa.... þetta blogg gætir mitt litla hjarta til muna :D

hlakka til að sjá þig fljótlega

Birgitta (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

yebb, var að spá í að loka mínu bloggi úrþví þú ert komin heim...  

það var gaman að sjá þig, nú er engin afsökun fyrir því að láta mig labba eina með hundinn... og svo er það föstudagspizzan..

- já og varstu ekki búin að lofa bjórkvöldi eða ... hvað var það nú aftur... :D 

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Rakel Guðmundsdóttir

Já ég er geim í hundagöngu fljótlega  Held svo kannski bjórkvöld þegar ég er komin upp úr kössunum og út úr geymslunni ! svo er bannað að loka blogginu sínu kona !

Rakel Guðmundsdóttir, 10.1.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband