16.12.2007 | 13:44
Goodbye Liverpool ...
Well well.. nú er kominn sunnudagur og á morgun fer ég til Íslands mikil tilhlökkun að hitta fjölskylduna og extra tilhlökkun að hitta tannálfinn !
Ég skellti mér í bæinn á fimmtudaginn og tók nokkrar jólaljósamyndir í bænum.. kann ekki að setja þær inn í bloggtextann þar sem ég er einstaklega tölvuheft.. væri ekki slæmt ef einhver biði sig fram við að sýna mér hvernig þetta er gert ??? einhver?? Einnig voru nokkur hrædd hreindýr til sýnis og gervisnjór úr froðu var svífandi yfir svæðinu þar sem þau voru..
Á föstudaginn fórum við nokkur saman út að borða til að kveðja mig... skelltum okkur á indverskan veitingastað.. voðalega góður matur ! Brian kom með í þetta sinn og gaf mér jólapakka verður spennandi að opna hann um jólin.. Ég er búin að kaupa pakka fyrir hann og Heiðrúnu en það ku vera bók (made in Iceland) og makkíntons dós fyrir hvort.. vona að þau verði sátt við það!
Núna á ég eftir að þrífa herbergiskitruna mína og klára að pakka niður.. fer aðeins í skólann í fyrramálið til að senda dótið mitt (verður sótt í skólann) og svo er bara næsta skref að dröslast til Manchester.. með góða bók að lesa svo tíminn líði.. á ekki flug fyrr en um kl 21
Annars er þetta búinn að vera ágætis tími.. búin að læra margt gagnlegt sem ég hefði ekki getað kynnst heima á klakanum.. og svo hefur maður bara gott af því að kíkja aðeins út fyrir landssteinana og sjá hvernig önnur lönd eru með sinni menningu og háttum
Rakel - bráðum á Íslandi..
Athugasemdir
sjáumst !
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 17.12.2007 kl. 14:04
Velkomin heim!!!!! hvernig gekk?
á ekki að vera erfitt að setja inn myndir í bloggið (segi ég án þess að hafaf prufað það hér á blog.is ) Skal hjálpa þér við það!!
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.