13.11.2007 | 19:40
Helgin, dónar og fyrirlestur
Jæja þá er helgin liðin og gott betur .. komið þriðjudagskvöld og alles.. Emma var hjá mér um helgina og var mikið verslað og góður matur borðaður. Ég uppgvötvaði paradísarbúð þ.e. sem selur allt fatakyns á mjög lágu verði .. og fötin eru í flestum tilfellum vönduð. Er búin að kaupa inn í heilann fataskáp á Jónu Láru en skv. pabba hennar veitir ekki af því vegna þess að stúlkan er að vaxa vel og mikið .. mér á sjálfsagt eftir að bregða þegar ég sé hana eftir rúman mánuð (víí bara rúmur mánuður eftir)
Ég hitti dónalegasta kall í þjónustustarfi (sem ég man eftir allavegana) í gær þegar ég tók taxa heim. Tók s.s. taxa frá lestarstöðinni að "heimili" mínu.. þegar ég sagði karluglunni hvert ég vildi fara hristi hann hausinn og emjaði.. ég spurði bara : what og hann ansaði ekki.. tautaði svo um hvað ég hefði nú getað verið fljót að labba bara (var reyndar of þreytt til að labba meira þann daginn). Svo þegar við komum að byggingunni sem ég bý á sagði ég: þú mátt bara stoppa hjá næsta bíl (sem var úti í kanti) og þá hreitti hann í mig að ég þyrfti nú ekkert að segja honum hvar ég vildi stoppa því hann vissi það alveg (greinilega kominn með nóg af stúdentum á stúdentagarðinum). Svo stoppaði karlmyglan og henti (bókstaflega) í mig afgangnum og gretti sig. Ví í í gaman að lenda í svona fólki ! Allavegana myndi maður hugsa sér að breyta um starf áður en það væri orðið svona leiðinlegt
Annars fór ég í mjög skemmtilegann fyrirlestur í dag hjá Brian Moss. Hann var að fjalla almennt um vatn og lagskiptingu/blöndun í stöðuvötnum. Til þess að gera kennsluefnið skýrt var hann með svona "nýjustu tækni og vísindi" atriði. Var með vatn í nokkrum krukkum/búrum og bætti svo efnum út í, kveikti á hárþurku til að líkja eftir vindi og notaði lampa yfir vatnsskál til þess að líkja eftir sólarhitun.. mjög áhugavert hjá karlinum svo reitti hann af sér brandarana eins og hann gerir gjarnan í fyrirlestrum.. væri næs ef fleiri prófessorar væru svona líflegir ! Þetta er svo í fyrsta sinn sem þessi kúrs er kenndur þar sem sá gamli er að fara á eftirlaun og enginn tekur við af honum.
Annars í bili,
Rakel
Athugasemdir
Vá enginn spurning það þarf að hafa BÆÐI sjávarfang og kjét!!! Leggjum bara í púkk og kaupum allt það flottasta. Ekki nema Doddi sé búin að skjóta eitthvað gott til að hafa með. NNNAAAMMMMMM farði að hlakka geggjað til.
Annars hefði ég verið til í að vera með þér á þessum fyrirlestri, pottþétt mjög gaman. j
Veit Lísa af heimasíðunni?? Hún missir af miklu ef hún fer ekki að láta heyra í sér.
Smá öfund með tuskubúðirnar. Maður fær aldrei nóg. Svo gaman að kaupa á krakkana erlendis.
Kveðja í bili,
Steingerður
Steingerður (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:13
jæja alltaf að stittast i þig... veist að þú átt boð um mat og flottheit í jan hérna... sem þú þarft bara að innheimta þegar þer hentar
Birgitta (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:32
Ekkert smá mikið spennandi sem bíður manns.. lýst vel á að Dotti drepi saklausa fugla eða hreindýr og að leggja svo í púkk fyrir restinni.. Lísa gæti verið með góðar hugmyndir en við fáum ekki að njóta þeirra hérna fyrr en hún fattar bloggið ég mun pottþétt innheimta matarboðið í janúar Birgitta
Rakel (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:33
ég get útvegað hagamýs .... en mæli ekki sérlega mikið með þeim, nema með miklu barbekjú ..
en líst vel á B. Moss, getur hann ekki komið hingað í HÍ á eftilaunaaldrinum enda hljómar hann ekki svo gamall í anda...
sjáumst í aðventunni
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 14.11.2007 kl. 11:37
Já væri ekki leiðinlegt að prufa mýslur.. eða kannski bara smá ógeðslget myndi allavegana flokkast undir villibráð eins og rúdolf !
Ég skelli B. Moss bara með mér í handfarangur og við skiptumst á að hýsa hann.. þá er málinu reddað.. hann getur varla haft neitt betra að gera en að skemmta okkur
Rakel (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:40
haha mig dreymdi thig og Steingerdi um daginn. Eg og Steingerdur vorum ad brjota sama lak a milli okkar og thu varst ad skamma okkur! Bara furdulegt
Kvedja fra Tromsø
Ragga (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 08:47
Hmmm.. hvað ætli það merki ? Ásta Jóna þarf að skerast í leikinn og ráða drauminn
Rakel Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 10:58
Jæja... á mar að spá...?? ok!
Að skamma: ef þú færð rokna skammir í drami þá áttu von á álitlegu tilboði!
Steingerður: Tekst að ná markmiði í tilfinningalífi
Rakel:Hlutum verður kippt í liðinn
Þannig að draumurinn þýðir að þú átt von á álitlegu tilboði með því að kippa markmiðum í tilfinningalífi í liðinn! AHA!
Leigubílstjórar eru nú venjulega ekki svona heima.. og þú kemur heim eftir mánuð! hehe
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:55
Frábær draumráðning.. betri enn tannadraumráðningin Já mánuður eftir maður !!! og ég ekki búin að fara á leik (fer sennilega ekki..)
Rakel Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 16:10
Hvernig væri nú að leyfa gamla settinu á Urðarveginum að nota Skæpið ! Farðu að láta heyra í þér!
pabbi (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 02:18
Jæja Rakel mín, í gær var ég að leggja skötuna í kös, hún ætti að vera orðin mjööööö..g góð á þorláksmessu.
Ef þú vilt máttu bjóða öllum vinum og kunningjum þínum í mat milli kl. 11:00 og 13:00 á þorláksmessu... á Ísafirði.
n.b. þú getur líka fengið með þér til að gefa smakk í matarboðinu, ef það verður haldið eftir áramót !
Pabbi (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 01:23
NAMMM!! kæst skata! er flot með?
hehe möst að hafa það í matarboðinu... og anga vel niðrí bæ
Jæja á ekkert að skrifa meira fyrr en þú kemur heim eða? það er nottla minna en mánuður þangað til!
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 08:37
Takk pabbi! Ég er viss um að þau mæti... vill enginn missa af ekta vestfirskri skötu mig svíður í nefhárin af tilhugsuninni einni.. nammi ! best heit og vel kæst ! ef þau mæta ekki tek ég sýni fyrir þau
Rakel Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 08:38
besta skatan er nottla sú sem svíður nefhárin og alla leið ofan í maga svo mar eigi erfitt með að anda...
heyrðu varst þú svo að kommenta þegar ég var að... ahhh ég er mínútu á undan þér Já komdu með sýni.. en eins gott að þau séu með floti og hitanleg í örbylgu
Ásta Jóna (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 08:42
Lítið mál skvísa ... fæst ekki skata á skaganum ?
Rakel Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.