6.11.2007 | 17:04
Emma, tónlist og draumar
Well.. ég ákvað að skrifa smá færslu þrátt fyrir að ekkert væri svosem fréttnæmt þannig séð. Nema eitt þó en það er að hún Emma vinkona mín er að koma frá Íslandi í heimsókn til mín um helgina .. við munum eflaust þræða sem flestar "tuskubúðir", matsölustaði og bari á meðan hún er hérna verður bara gaman! Ég næ kannski að draga hana með mér á bítlasafnið þar sem ég veit loks hvar það er og ætti að rata þangað.
Annars fara dagarnir mínir í greiningar kísilþörunga og að hlusta á tónlist svo lágmarks heilastarfssemi haldist í gangi á meðan segi svona.. maður þarf nú aðeins að hugsa til að ruglast ekki í þessum talningum en það getur reynst mjög auðvelt! sérstaklega þegar hugurinn er farinn að segja röng nöfn en ég merki samt við rétt (væri verra ef það væri öfugt reyndar..). Akkurat núna er ég að hlusta á Pearl Jam (Ten) en það var uppáhálds hljómsveitin mín þegar ég var á gelgjunni ásamt race against the machine. Ég hlustaði mikið á þessar hljómsveitir þegar ég var í slorinu í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal á sumrin með vasadiskóið mitt allt út í hreystri og skorpnum fiskleifum (sælar minningar.. hmmm) fæ svona frystihúsaflash-back varð bara að koma því að.. góður tími..
Það getur verið galli að vinna svona "færibandavinnu" eins og að telja kísilþörunga þegar þeir eru farnir að fylgja manni í svefninn.. hef nokkuð oft vaknað við að vera að pæla og hugsa og rífast við sjálfa mig um eitthverjar tegundir sem eru svona eða hinsegin og ég ekki sammála sjálfri mér Þetta er reyndar ekkert nýtt að vinnan fylgi mér í svefninn.. hef víst (samkvæmt mömmu ofl) sendst með franskar og pizzur út í Súðavík á nóttunni alveg á síðasta hundraðinu, farið í líffæra og lífeðlisfræðipróf ofl sem á kannski ekki að gerast í svefni (tala semsagt upp úr svefni um það sem mig er að dreyma stundum- einnig er hægt að spyrja mig spurninga). Ein með vinnuna á heilanum greinilega.. Annars er mig alltaf að dreyma að ég sé að brjóta í mér tennurnar bæði viljandi og óviljandi.. þær hreinlega molna uppi í mér ! skil þetta ekki þar sem ég er nú með sterkar, fínar og vel hirtar tennur.. þannig að ef það er einhver draumráðningamaður að lesa þetta má sá hinn sami endilega kommenta við færsluna og segja mér hvað þetta þýðir..
En þetta var frekar tilgangslítil færsla aðallega skrifuð svo Brigitta hafi eitthvað að lesa þegar hún á að vera í skólanum.
í bili,
Rakel
Athugasemdir
haha loksins farin að gera það sem eg bið þig um... betra seint en aldrei
Birgitta (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 18:00
Þegar mann dreymir að tennurnar séu að molna er það yfirleitt merki um að maður gnísti tönnum í svefni. Þetta er flokkað sem svefnsjúkdómur og stundum þarf að gera plastgóm sem maður sefur með (ógeðslega sexý, láttu mig vita það) til þess að hlífa kjálkavöðvunum og koma í veg fyrir að maður eyði upp á sér tönnunum :)
Kv Begga krabbahjúkka og tanngnístari :)
Begga krabbahjúkka (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 18:48
hljómar illa með tennurnar en nostalgíu frystihúsaflassbakk er varla skárra - held þú ættir að koma þér upp alvöru íslenskri tónlist, eins og karlakórnum Heimi eða einhverju slíku, myndi ná úr þér vestfirskunni heheeh - annars skilst mér að þú sért alveg að koma, mikið verða gullfiskarnir þínir þá glaðir - það er að segja ef þeir hafa tekið eftir því að þú fórst ...
sjáumst bráðum litli þörungateljari
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 6.11.2007 kl. 20:20
Takk fyrir þetta Begga.. eitthvernvegin held ég að þetta geti passað við mig.. þetta hefur verið að bögga mig síðan ég man eftir mér að eitthverju leiti en aldrei svona mikið eins og núna .. en ég vona að ég fari að minnka þetta .. eru ekki skemmtilegustu draumarnir verð ég að viðurkenna Er þetta kallað eitthvað sérstakt ? bara spá í lestrarefni
Rakel Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 20:32
sko í draumi þegar maður brýtur tennurnar (í alvörunni örugglega gníst tanna - i should know) fer það eftir hvaða tennur það eru sem brotna eeeeennn þýðir í raun að þú átt svikula vini.. það var mér amk alltaf sagt.
Svo skv. draumaráðningabók:
Að missa tönn er fyrir vinamissi eða óhappi og ef blæðir eftir tannmissi eða þú sérð mikið eftir tönninni er það fyrir mannsláti. Séu tennurnar lausar merkir óöryggi með tilveruna eða veikindi....
Eins gott að ég var með draumaráðningabókin í vinnunni!!
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 08:56
Það munaði ekki um það.. eins gott að þessar draumráðningar séu ekki réttar.. væri þá líklega löngu orðin vinalaus og pottþétt enginn að kommenta á bloggið mitt Held ég haldi mig við kenninguna um tannagníst !
Rakel Guðmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 11:30
Ég pant fá að vera jaxlinn í þínum tanna/vinahópi:)
Verður gaman að fá þig heim og þá gerum við alvöru úr því að hittast. Tökum gamla kvenngengið úr líffræðinni og þú eldar handa okkur Raclett (ATH ég er hluti af genginu þrátt fyrir minn pínulitla Y-litning, bara koma því að...). Meiri að segja kjerlingin úr Mosfellssveitinni fengi að vera með!!
kv Dotti
Dotti (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:48
Já Dotti þú varst alltaf frekar "kvenlegur" í þessu námi og heldur því áfram (vonum við stelpurnar..viljum ekki týna þér í Y litningahópinn).. við gerum eitthvað gott og skemmtilegt þegar ég kem heim.. þú tekur að þér að vera skemmtinefndarformaður og færð bóndakonuna til að aðstoða
Rakel Guðmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 20:01
Hey, MÁ ÉG VERA MEÐ, ég var löngu búin að stimpla mig inn í Raclett partíið.
Annars eru þið bara öll abbó út í að ég sé í sveitasælunni en ekki í svifryki dauðans (sérstaklega hlíðarnar).
Hlakkar geggjað til að hitta þig og auðvita leifum við kvenkyns y litningnum að vera með.
Kveðja, Steinka
Steingerður (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:31
Já ég er ógó abbó, væri til í sveitasæluna líka sammála með þetta um hlíðarnar.. svifryk endalaust.. hehehe.. er í svifryksparadísinni Liverpool og nýt keimsins á hverjum degi En Raclatte er á dagskrá eftir áramótin.. þið verðið bara að segja mér hvort þið viljið sjávarrétti, kjöt eða bæði Verst að Lísa er ekki búin að kommenta neitt hérna þannig að hún þarf að bæta ráð sitt til að komast í veisluna
Rakel (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.