31.10.2007 | 13:21
Trítla, skóli og rólegheit
Jæja, á morgun er einn mánuður og sautján dagar þangað til ég kem á klakann minn kæra. Ég er nú bara nýbyrjuð að telja niður en ástæðan fyrir því að ég byrjaði á því var að Jóna Lára vildi endilega vita hversu margir dagar væru eftir. Henni finnst þetta voðalega langt stundum en á öðrum stundum bara stutt! Hún skilur ekki afhverju ég get ekki skroppið bara með flugvél yfir helgi til Íslands og hitt hana.. finnst nú líka skrítið að ég skuli ekki eiga pening fyrir því Hún fékk að taka fullt af myndum hjá pabba sínum og eru þær til sýnis á barnalandssíðunni hennar www.barnaland.is/barn/4107. Mikil listaverk þar á ferð
Þessa dagana er ég eins og áður að telja kísilþörunga. Er að klára sýnatöku frá 2005 og vind mér svo beint í 2007 sýnatöku þegar hin er búin. Er byrjuð að skoða niðurstöðurnar og er orðin dáldið spennt að kynna þær (þegar ég veit nákvæmlega hvernig) en ég er að sjá mikinn mun á tegundafjölbreytileika milli heitu og köldu lækjanna þar sem hann er talsvert meiri í köldu lækjunum Svo er bara að sjá hvað næringarefnin gera fyrir félaga mína kísilþörungana og það er enn annar kapituli út af fyrir sig til að kynna. Samkvæmt nýjasta plani klára ég ekki fyrr en sumarið 2010 orðin þá alveg 31 árs gammel ! Ég ætlaði mér upphaflega að fara í 3 ára háskólanám sem endaði svo í amk 8 ára námi... víí
Það er allt með mestu rólegheitum hérna í pollinum.. ég hef ekki verið alveg nógu dugleg að mæta í ræktina og drukkið aðeins of marga bjóra m.v. að eiga að vera í átaki.. en svona er þetta Fór í ræktina í gær og ætla að fara aftur í dag en á morgun er ég að fara á thailenskan veitingastað eftir vinnu með skrifstofuliðinu/labbaliðinu hérna.. sem verður bara gaman
í bili
Rakel
Athugasemdir
jiii þú ert bara að koma heim!! gaman gaman!
uss á maður ekki að drekka bjór þegar maður fer til úglanda?! held það sé í íslenskum lögum... hlýtur að vera :)
greys kominn?? pósturinn kominn í gang þarna?! :D hehe
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 22:44
Nei pósturinn ekki kominn.. vona að hann komi fyrir helgina
Rakel (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:28
Jójó hvernig var thailenski maturinn?
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 08:22
Æj honum var aflýst annars hefði hann verið góður örugglega !
Rakel (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 09:28
Thailenskur matur er alltaf góður :) annars er gott að vita að þér gengur vel með sýnin.
Kveðja úr rigninguni Þórdís
Þórdís (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.