22.10.2007 | 17:29
Rólegheit, kísilþörungar og afmæli :)
Allt pollrólegt í Lifrarpolli.. veðrið (talar maður ekki alltaf um veðrið þegar maður veit ekki um hvað maður á að tala um? sama á við um bloggið..) gott og mengunin í sínu besta formi Astmalyfin koma sér vel hérna og er ég fegin að hafa ekki gleymt þeim heima eins og mín væri von og vísa en maður kemur sjálfum sér stundum á óvart er það ekki ? Annars er ég að bögglast við að mæta í ræktina og gengur það svona upp og ofan.. fór reyndar í dag og var mjööööög dugleg
Mér gengur betur með kísilþörungasýnin en ég átti von á.. voðalega fáar nýjar tegundir sem ég er að sjá í þeim.. vonandi að hinar sem ég hef greint séu rétt greindar! allavegana samþykkir BM það sem ég hef greint hingað til.. hlýtur að vera gott mál þá en kísilþörungagreiningar eru frekar trikkí og erfiðar og því getur talsverður vafi verið í þessum fræðum..... gaman !
Helga Kristín litla baby systir mín átti afmæli þann 19 október og varð 26 ára .. til HAMINGJU með afmælið gella!
Annars hef ég ekki meir að segja í bili...
Rakel
Athugasemdir
Jæja gella, gott að heyra að þörungunum (og þér) líður vel! Í gær var skítakuldi og kaldasta rigning og Mikið Rok hér á landi... brrrr ekki mjög gott
Mér finnst að þú ættir að setja upp myspace fyrir þig! ég get hjálpað þér með það, ef þú vilt hehe
Heyrru heldurðu að ég hafi ekki keypt matvörur í gær fyrir 9. þús krónur!!!! jahá nú verður sko matarræðið tekið í gegn
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 08:14
Glæsilegt :) ég eyddi líka 7 þús í nammi (sem ég mun ekki koma til með að borða sjálf) í gær Ætla að gefa liðinu hérna í Liverpool nammi áður en ég fer heim (íslenskt nammi sko..)
Þú verður að hjálpa mér með myspace...
Rakel (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 08:34
Heyrðu ég hlakka til, eigum við að bóka deit í kvöld?
Ásta Jóna (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:11
Bara að kvitta fyrir mig :) fylgist alltaf með þarf bara að vera duglegri að kvitta!!
Bið að heilsa í Lifrapoll.
Kveðja
Halldóra H
Halldóra Harðar (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:36
hey alveg er ég búin að reyna í mánuð að fá þig til að fá myspace og svo læturu bara undan
Birgitta (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:29
Er ekki búin að láta undan þú reyndir ekki nógu mikið heldur... verður að vera ákveðnari við mig
Rakel (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:08
Kvittikvitt fyrir innlitið !
KV Bjarnheiður
Bjarnheiður (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.