Matarfréttir og kynskiptingar

Jæja, lítið að frétta héðan en eitthvað þó..

Í síðustu viku fór ég með starfsfólkinu hérna á labbanum út að borða.. fórum á indverskan stað og fengum æðislegan mat .. og svo var bjór eftirá auðvitað Whistling Starfsfólkið (sem ég fór með út) hefur stofnað klúbb þar sem þau gefa öllum veitingastöðunum sem þau heimsækja einkunn fyrir nokkra þætti eins og t.d. matseðilsúrval, viðmót þjóna, klósettaðstaða ofl.. fyndið og frekar nördalegt Grin Indverski staðurinn skoraði vel fyrir allt og er því ofarlega á listanum.. listinn verður held ég birtur á síðu sem þau eru með.

Sambúðin með íranum gengur vel, við skiptumst á að elda um helgar og hann þrífur og fer út með ruslið (er alltaf á undan mér, greinilega með lægri skítaþröskuld en ég hehehe..). Hann eldaði írskan morgunmat í gær.. ég var södd það sem eftir var dags.. þungt í maga! skil ekki fólk sem getur étið svona þungan mat á hverjum morgni FootinMouth En þetta var ljómandi gott hjá honum og gaman að prufa nýtt.

Í kvöld er svo dinner hjá stúdentagarðinum sem við búum á og maður skellir sér auðvitað þangað!

Á morgun er ég að fara á thailenskt kynskiptingashow.. spennó ! Eru víst frægir fyrir showið sitt og ferðast á milli landa til að sýna Wink 

í bili..

Rakel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

loksins loksins... nýtt blogg..... ég hef þá allaveganna eitthvað að lesa núna....

Birgitta (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 12:37

2 identicon

hæhæ alltaf gaman að lesa bloggið þitt.  vonandi verður gaman á kynskiptingasjóinu og bið heilsa íranum hehe kv Helga Litla systir

Helga Kristín (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 13:07

3 identicon

Jei, nýtt blogg.. ég er orðin fastagestur :p enda á ég að vera að læra og þá er einmitt um að gera að leggjast í leti á neti :/

kveðja frá Tromsö..

Ragga (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 18:48

4 identicon

ok, í fyrsta lagi: hverju samanstóð þessi morgunmatur af?

í öðru lagi: vinsamlegast segðu frá öllu varðandi the Thai-kynskiptingashowið!!

greinilega alltaf nóg að gerast þarna -  sem er bara gott  

Fór á tónleika á föstudaginn með Sprengjuhöllinni.. ótrúlega einlægir.. buðu mér í partý og svona... ja mér og öllum öðrum í salnum  hehe

heyrumst!

Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:49

5 identicon

Hmm.. morgumaturinn samanstóð af pylsum, baconi, lifur, ristuðu brauði, osti, lauk og sveppum  Ég segi frá showinu fljótlega .. orðin spennt að sjá gæjana/gellurnar

Rakel (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:00

6 identicon

Írski morgunmaturinn hljómar vel  sérstaklega þegar maður ætlar ekki að borða meira þann dagin. Læt nú samt cheriossið duga

Þórdís (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband