10.10.2007 | 14:00
Sending, styrkir, lungu og partý
LOKSINS er ég búin að fá sendinguna sem inniheldur nánast allt mitt dót .. ekki seinna vænna enda c.a. 1,5 mánuðir síðan ég sendi hana af stað með Eimskip. Það er alveg merkilegt hvað manni líður mikið betur þegar maður er búin að fá draslið sitt.. eitthvernvegin kemur ákveðið öryggi með því sem maður á sjálfur .. get ekki útskýrt þetta.. kannski er ég bara skrítin! vonandi samt ekki í sendingunni var t.d. vefmyndavél, hlaupaskór, fullt af fötum, myndir af Jónu Láru minni (sem er það besta í sendingunni), möppur með námsefni, skólabækur, sýni (mikilvægast í sendingunni) ofl.... Ég hef s.s. ekki byrjað á mínum sýnum og kemst ekki í það fyrr en seint í næstu viku.. hmm.. en reyndar er ég aðeins búin að kíkja á stóru þörungana og gat greint alla nema 1 (fæ Brian til að hjálpa mér). En það er bara svona 1% af því sem ég á eftir að gera með þessi sýni.. en alltaf gott að vera byrjaður!
Enn ein styrkumsóknin er í fæðingu hjá Jóni Sól og Gísla Má en ég var reyndar líka að vinna í henni.. alveg þangað til í dag en hún þarf að skilast inn í dag og sér Gísli um það þar sem ég er away
Lungun félagar mínir eru ekki að höndla stórborgarloftið allt of vel (er með viðkvæm lungu) og eru pústin komin á skrifborðið mitt tilbúin til innöndunar á hverjum degi piffffff.. er að reyna að styrkja þau með að fara í ræktina en finnst þau bara vera að versna greinilega svona gott loft í Garðabænum og Reykjavíkinni að þau eru í mengunarsjokki!
Í kvöld er starfsmanna-út að borða dæmi aftur .. sem er mjög gott og gaman! finnst að við Öskjubúar ættum að taka fólkið á labbanum (og skrifstofunum) til fyrirmyndar og gera eitthvað saman.. er voðalega lítið gert til að efla andann í Öskjunni en vonandi lagast það
Í bili
Rakel
Athugasemdir
jæja núna er eg farin að býða eftir næsta bloggi... á samt orugglega eftir að lesa þetta 3 áður en nýtt kemur....
Birgitta (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 14:10
láttiggi svona stelpa
Rakel Guðmundsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:12
eitthvað verð ég að hafa að gera á daginn... hvað er þá betra en að lesa bloggið þitt?
Birgitta (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 00:05
Jæja stúlkukind! gott að heyra að dótið þitt sé komið, líður þér ekki betur núna?
Ég er mætt í vinnuna, farin á netið, búin að laga kaffi og er voða voða voða löt
Er samt búin að skrá mig á námskeið um börn og sorg og ætla að láta vinnustaðinn borga fyrir það, sniðugt ha?
Mér finnst ótrúlega gaman að nota þessa broskalla hérna! þeir eru svo líflegir! heyrðu búin að sjá þátt #2 af fjórðu seríu Grey´s og veit ekki alveg hvað ég á að segja þér... þeir hafa ekki enn náð upp jafnmiklum áhuga og síðustu seríur höfðu hjá mér var að panta mér how i met your mother af amazon um daginn, bíð spennt eftir að fá það sent.
Jæja bið að heilsa þér gella og heyrumst fljótlega!!
Ásta J. (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:05
Gott að lífið sé komið í sinn farveg hjá þér Ásta skvís.. þ.e. laga kaffi og hanga á netinu (eins og ég á til hmm..) sammála þessu með broskarlana.. nota þá óspart..
Rakel Guðmundsdóttir, 11.10.2007 kl. 08:43
Gott að þú ert búin að fá dótið þitt
Þórdís (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 09:41
eitt sýni = 1 % þýðir að þú átt bara 99 eftir - koma svo .... held jafnvel að þau gætu orðið fleiri ...
talandi um starfsandann í Öskju, var verið að fresta óvissuferð þarnæsta laugardag vegna dræmrar þátttöku, þetta finnst mér lélegt, svona fjölmennur vinnustaður... hafði reyndar afboðað mig en það var vegna músaveiða sem sátu fastar í þessari viku og ekki hægt að breyta - þú veist hvernig það er..
en, gott að hlaupaskórnir eru komnir, lagast kannski / vonandi í lungunum bara við að horfa á þá
kv
Ester músamús
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 11.10.2007 kl. 12:19
Jæja skvísa, gott að heyra að þú sért búin að fá dótið.
Lungun verða pottþétt búin að venjast þessu þegar þú kemur heim og fá þá sennilega sjokk aftur vegna hreins lofts.
Pant svo að næsta færsla sé tilkynning um feitan styrk. Þú átt hann ssvvvvoooo skilið.
KROSSA PUTTA, TÆR, HENDUR OG FÆTUR!!!!
Kossar og knús, Steingerður.
Steingerður (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 18:31
TAKK Steingerður Vona það líka.. annars þarf ég líklega að fara í 100% vinnu á landsanum aftur og gera dr verkefnið á kvöldin.. sem gengur aldrei upp
Klemmur og knús á móti
Rakel
Rakel (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:54
Rakel, geymdir þú að segja mér frá blogginu þínu, eða viltu kannski ekki að ég sjái það ?
Óttastu ekki með bjórsögurnar, ég veit vel að þú er farin að smakka bjór spurnig hvað hún Amma þín hefði sagt
Gaman að lesa frá þér.
n.b. ég "datt" inná bloggið hennar Esterar, alveg óvart og sá þá tengingu á bloggið þitt !
kveðja að Westan..
Pabbi (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 23:21
hehehe RAKEL?!! segirðu pabba þínum ekki frá blogginu? hehe
mér finnst nú nokkuð öflugt að hann hafi bara "fundið" þig!
jæja dagur nú grilljón er kominn.. er eftirsóknarvert að vera veikur heima? segir það eitthvað um hversu gaman er í vinnunni???
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 08:35
Afsakaðu pabbi.. hélt að allir vissu af þessu bulli mínu hérna.. þú hefur þá haft nóg að lesa Ég er frekar hugmyndalaus þegar ég að blogga en vonandi kemur annað blogg fljótlega !
Rakel dóttir pabba síns og mömmu (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.