5.10.2007 | 11:00
Shrewsbury, Gray´s anatomy og ræktin
Hæhó, lítið að frétta as usual en ætli engar fréttir séu ekki góðar fréttir? Fór í gær með Brian Moss til Shrewsbury en hann þurfti að sitja fund í sambandi við vatnalög og pólitík í kringum það.. voða stuð. Ég hélt þetta yrði stutt ferð en það tók rúman klst að keyra þangað (og þaðan) og hann var á fundinum í um 4 klst meðan ég beið í bílnum, fékk mér göngutúr, sofnaði og las um háhitaþörunga í Yellowstone þjóðgarðinum Þegar hann var búinn á fundinum fórum við í sýnatöku fyrir mig í 4 stöðuvötn. Fyrstu 2 vötnin voru voðalega tær og fín, sennilega lítið fyrir mig að greina þar (kemur í ljós næstu daga) en vatn númer 3 var geggjað spennandi.. það var mjög grænt á litinn með blóma þörunga sem kallast Mycrocystis (blágrænir) og eru þeir meðal annars þekktir fyrir að vera eitraðir.. hundar og búfénaður hafa drepist eftir að hafa fengið sér sopa úr svoleiðis vötnum ! Mér var allavegana ráðlagt að vera ekkert að leggja mér þetta til munns og ákvað að fara eftir því Við sýnatökur í einu vatninu réðust að mér brjálaðir svanir með kvæsi og tilheyrandi látum .. vildu brauð en sáu að ég hafði ekki upp á svoleiðis að bjóða og vildi mig í burtu sem fyrst.. en ég lét ekki undan fuglunum þótt ég láti undan kínverjum
Annars gengur Gray´s anatomy áhorfið vel hjá mér og finnst mér þetta príðis þættir enda kostuðu þeir alveg 45 pund (enda fyrir þennan pening meiga þeir vera skemmtilegir). Ræktin gengur ekki jafnvel at the moment en það lagast vonandi fljótt !
Í bili
Rakel
Athugasemdir
farðu ná ekki að láta svanina éta þig... væri betra að þú kæmir heim...
Birgitta (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:07
ætli svanirnir hafi komist í blágrænuþörungana...?
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 23:38
Maður fer nú bara að halda það.. enda spennandi fæða þarna á ferð.. nammi..
Rakel (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 20:19
Hæ
Bara að kvitta fyrir innlitið !
Kveðja úr Háenginu
Bjarnheiður (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.