25.9.2007 | 13:28
Helgin, Kínverjar og einingar
Allt fínt og enn rólegt að frétta úr bítlaborginni ... helgin einkenndist af internetleysi og smá bjórdrykkju.. DVD glápi og lestri í flokkunarfræði.. Endalaus hamingja !
Sambýlingar mínir frá Kína eru að gera mér lífið leitt .. en ekki þannig að ég lifi það ekki af Þær elda sér alltaf mat klukkan svona 18:30 og eru að éta núðlur og grjón til svona 20:00. Ég og Írinn höfum alltaf borðað þegar þær eru búnar þ.e. ef hann er heima, en í gær var ég orðin svo sársvöng að ég bara var að detta niður og ákvað að elda mér mat klukkan 18:00 og henti pasta í pott, kveikti á BBC og settist niður.. voða kósí, en svo koma þær stöllur inn með fulla poka af grænmeti og fyrsta sem önnur gerir er svona.. ohhhh stuna og lítur á mig og svo hina (svona ohh hún hér "#$#$" ansk!!) og ég er alltaf sama lúpan og ákvað bara að halda mig til hlés þar til þær væru búnar að éta .. þannig að minn matur byrjaði klukkan rúmlega 20:00 já ég er allt of undirgefin "$%$#%
Á morgun ætla ég að byrja á kúrs (sem verður ekki metin í náminu) mér til gagns og vonandi gaman en hann heitir Ecology, conservation and management of freshwaters. Verst að ég get ekki tekið hann til eininga vegna þess að hann er um 7 einingar skv. íslenska kerfinu. En ástæðan fyrir því að ég get ekki látið meta kúrs hér er að ég er ekki skráð sem nemandi við háskólann í Liverpool heldur HÍ og ef ég ætla að skrá mig hér er það roooosalegt vesen og kostar marga marga peninga (sem ég á ekki til).
En hilsen frá Liverpool í bili,
Rakel
Athugasemdir
hi hvað það er gaman að heyra frá þér! uss kínadruslur eru þetta!
gott að þú skemmtir þér við flokkunarfræði og að taka kúrsa sem ecology, conservation and blúbbíbla!! hvernig væri að gera jólainnkaupin saman 14-17 des? humm hugleiðum það... já
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:32
Ég er geim
Rakel Guðmundsdóttir, 25.9.2007 kl. 13:37
sæl elskan...
alltaf gaman að lesa hjá þer.... geri það reglulega... nenni bara ekki kommenta....
hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim....
Birgitta (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:47
fara bara að læra að borða með prjónum og sameinast við matarborðið með kínverjunum :-)
spennandi kúrsar og fúlt að fá þá ekki metna - /
kv kv frá blíðunni í borg bleytunnar
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:37
Já þær komu mér á óvart í gær kínverjarnir.. gáfu mér köku ! í tilefni tunglhátíðarinnar í Kína .. næst fer ég að borða með prjónum með þeim
Rakel (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.