20.9.2007 | 16:17
Rólegt í pollinum
Jæja, lítið að frétta héðan úr menningarborginni Lifrarlaug. Kíkti á pöbbarölt í gær með nýja meðleigjandanum og það var bara ansi hreint skemmtilegt, kíktum á 4 mismunandi pöbba sem allir áttu fínasta öl.
Í skólanum er rólegt, ég er að reyna að baksast við að lesa bók sem er í þurrari kantinum.. gengur ákaflega hægt verð ég að viðurkenna. Innihaldið er flokkunarfræði .. flokka í orera, family, genusa og tegundir.. ég er allavegana ekki mikill flokkunarfræðisjení .. miklu meira gaman í eitthverju aksjoni.. felti og svona
Ég er í reglulegu sambandi við snúlluna mína í gegnum skype (ákaflega sniðugt þetta skype) og það gengur allt bara í sómanum hjá henni. Er á fullu í skólanum og finnst það bara gaman en vill samt helst vera í Sjálandsskóla en hann er víst í Garðabæ.. dáldið langt að fara svona frá Selfossi En eftir áramót fer lífið aftur í gamla góða farið og hún kemst aftur í skólann sinn og ég í minn. En það hafa allir gott af smá breytingu en heima er alltaf best .. eða það finnst mér allavegana.
Rakel
Athugasemdir
ekkert voll - tíminn líður hratt og þá sérstaklega við lestur góðra flokkunarfræðibóka !!!
kv af Kjalarnesinu
Ester mús
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 21.9.2007 kl. 09:20
Eigðu góða helgi!!! farin í bústað að djamma og djúsa
Fann safa í hagkaup fyrir cosmopolitan þar sem þarf bara að bæta við vodka og klaka!! júhú svo verðum við með white russian, breezer og hlaup(vodka)skot!!!
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 13:22
Ekkert meira gaman en að lesa flokkunarfræði
sérstaklega þar sem fæstir eru sammála um hvar eigi að setja hvern hóp 
En eigðu sömuleiðis góða helgi Ásta Jóna, ekki borða of mikið af hlaupi eða drekka of mikið af mömmukóki .. kemur víst í hausinn á manni dagana á eftir en ætli það sé ekki seinnatímavandamál akkurat núna
Rakel Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 13:35
HAHAHAHAHAHAHAHAH er það?
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 14:27
Flokkunarfræði er kúl! sérstaklega þegar kemur að krabbadýrum
hehe góða skemmtun annars.
kv frá Tromsö
Ragnhildur (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.