kommentið kæra fólk :)

ég er að skrifa blogg bara til þess að skrifa blogg, ekki það að það sé neitt bloggleysi heldur finnst mér bara svo gaman að lesa kommentin frá ykkur Wizard

Í gær skrapp ég í bæinn í þeim tilgangi að setjast niður í kaffihúsinu sem ég er svo hrifin af og sötra Con Panna kaffi sem er mér kært. Einnig gæddi ég mér á brownies og Coca Cola light. Eftir að þessari gæðingu var lokið ákvað ég að bæta búsáhöldin mín hér í íbúðinni. Ég keypti fullt af skálum, diskum og stóra pastaskál. Einnig skrapp ég ofar í bæinn og keypti mér pott og pönnu, geggjað sætur pottur.. væri til í að taka hann með mér heim Cool

Þegar ég kom heim fékk ég móral yfir öllu gúmmelaðinu sem ofan í minn maga hafði farið og ákvað að bæta úr móralnum og skellti mér í líkamsrækt ! undur og stórmerki gerast Whistling

Í dag fór ég í skólann og greindi nokkra káta þörunga, suma með svipu og aðra sem þræði.. voða stuð. Þegar ég var búin að því lagði ég mig aðeins og að loks ég vaknaði, ákvað ég að skella mér aftur í ræktina vííí.. ætla að vera búin að missa 7-10 kg þegar ég kem heim um jólin .. leyfi ykkur kannski að fylgjast með ?!?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

þörungar með þræði - hljómar bara eins og lítil mús með skott ... passaðu þig bara að hverfa ekki í ræktinni litlan mín

kv af Kjalarnesi - 

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 17.9.2007 kl. 23:38

2 identicon

það er líka gaman að lesa frá þér

Ásta. (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:39

3 identicon

skrítna talva.. hendir manni út! humm ætlaði nú að segja: það er líka gaman að lesa það sem þú skrifar ;) ekkert að frétta héðan nema hvað mig langar alltaf til ínglands og í kaffi þegar ég les skrifin þín 

Ásta. (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Rakel Guðmundsdóttir

Drífðu þig kona! ég skal drekka hellings kaffi með þér og meira að segja sleppa ræktinni svo ég geti drukkið meira kaffi.. úffss. er farið að hljóma kreisí ! en drífðu þig !!

Rakel Guðmundsdóttir, 18.9.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband