Bar-inn í gærkvöldi

Ég kíkti í gærkveldi á lífið í Liverpool þ.e. barmenninguna. Fór reyndar bara á 1 bar sem var ágætur þ.e fínn og ódýr bjór. Prufaði reyndar að drekka dökkann Guinness sem var meira eins og að borða eitthvað en að drekka.. varð södd af honum Shocking  Fljótlega eftir að ég var komin á barin hitti ég stelpu frá Brasilíu sem var líka eins að kíkja á lifrarpollarlífið og við spjölluðum heilmikið saman. Hún reyndar skidi ekki nema svona 50% af því sem ég sagði þar sem enskan hennar var ekki upp á marga fiska.. þurfti dáldið að endurtaka mig .. kannski er ég bara svona óskiljanleg .. en hún sagði mér að hún væri í enskunámi í Oxford og hefði kíkt til Liverpool til að heimsækja Bítlana sálugu. Eftir að hafa spjallað við hana í svona 2 klst fór ég og fékk mér pizzu og hélt svo heim á leið til þess að leggja mig Sleeping  s.s. engir sætir breskir strákar á vegi mínum.. enda ekki kannski mesta úrvalið í heimunum ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

allataf gaman að lesa dúllan mín er þegar farinn að sakna ´´in alveg rosalega   :-*

Helga Kristín (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 21:42

2 identicon

Sömuleiðis skvís

Rakel (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 22:05

3 identicon

hæhæ skvís.

Gaman að lesa um lífið í Liverpool.
Vona að þú hafið það gott.
Kv
HalldóraH

Halldóra Harðar (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:16

4 identicon

Það vantar nú bara þig hingað Halldóra til að kíkja með mér á bítlasafnið  er ekki enn búin að skella mér..

Rakel (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband