13.9.2007 | 17:05
slæmur hárdagur
Myndi kalla daginn það.. líður frekar sjúskuð, mislit, uppþembd og úfin en svona eru bara sumir dagar.. held það kannist nú allir við þetta syndrom!
Annars er ég búin að vera að greina þörunga í dag .. að ég held.. veit ekki hvort ég hafi gert neitt rétt ! ekki ennþá allavegana.. leiðbeinandinn minn er í feltinu ennþá og kemur sennilega ekki aftur í skólann fyrr en í fyrramálið stundvíslega klukkan 9:45. Hann fer með lestinni heim til sín og að heiman og tekur hver ferð fyrir sig um 40-50 mínútur omg!!! ég myndi ekki nenna að eyða svona miklum tíma dagsins í lest þegar ég gæti verið að gera eitthvað annað.. eins og að sofa.. nema hann sofi bara í lestinni eins og ég myndi sennilega gera
Ég er að spá í að vera dáldið halló og fá mér einn bjór alein á stúdentabarnum hér.. sennilega verið að sýna fótbolta eða rugby á stóra skjánum (mætti halda að ég væri fastagestur) sem ég get þóst vera að horfa á full ákafa og spenningi!
Ég er mjög heimakær manneskja hef ég verið að fatta betur og betur með tímanum, fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hingað út var að panta mér far aftur heim 17 des (frá Manchester) og þann 18 til Ísafjarðar þar sem best er að vera .. hjá mömmu og pabba Svo verður Jóna Lára hjá mér þessi jól og áramót mér til mikillar gleði þar sem aðskilnaðurinn verður búinn að var fremur lengi þegar að jólunum kemur. Semsagt mjög spennandi jól framundan í faðmi fjölskyldunnar
Cheers
Rakel heimakæra
Athugasemdir
kannast vel við þetta með slæma hárdaginn, skil enn betur þetta heimakæra -
- ein að þamba bjór minnir mig á lónlí deis í Longyearbyen sl sumar - það sleppur í nokkra daga en ég spái því að allt í einu fattið þið lónerarnir á barnum að þið eruð ekki ein - og farið að spjalla saman og þá verður miklu meira gaman...
knús - Ester mús
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 14.9.2007 kl. 08:44
Þegar maður er með bjór um hönd er maður aldrei einn:) Hvenær fáum við myndir af kínversku stelpunum?? Ekki oft sem maður sér kínverska læknanema sem sérhæfa sig í hitabeltissjúkdómum!!
Kv. Dotti kolla
Dotti (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 12:47
Æj þú færð ekki að sjá neina hitabeltislækna Dotti minn allavegana ekki af ljósmyndum hjá mér, en þeir líta bara út eins og annað fólk.. en var að frétta í dag að þær eru að flytja út og ég fæ nýja sambýlinga mér til mikillar gleði.. verður kannski meira líf og fjör hérna !
Rakel (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.