11.9.2007 | 18:03
Dagurinn í dag ...
Já þannig líður mér í stúdentaíbúðinni.. bý s.s. með 3 kínverskum stelpum sem eru bestu vinkonur (sýnist mér á atferlinu) og þær eru ekki mjög mannblendnar (við mig).. kannski er ég það ekki heldur en allavegana þá fitta ég ekki inn í þennan hóp þar sem einungis er töluð kínverska ! gæti verið verra ... Annað áhugavert við þessar ungu stúlkur er að þær eru allar læknar og eru að sérhæfa sig í "tropical medicine" sem ég hef btw aldrei áður heyrt talað um.. hélt fyrst að þetta væru eitthverjar skottulækningar en fólkið sem ég eyddi deginum með útskýrði þetta fyrir mér í megindráttum og er stolt af því að eiga annan tveggja tropical medicine skóla í UK (hinn er í London). Þær eru sumsé að sérhæfa sig í sjúkdómum eins og malaríu ofl sjúkdómum sem eru algengir í hitabeltinu sniðugt þegar maður fattar þetta ..
Annars var þessi dagur fínn.. fékk loksins eitthvað að gera! fór með Brian, Heidrunu ofl skemmtilegu fólki í mesocosm felt (á mannamáli: mesocosm eru tankar sem eru til þess gerðir að herma eftir lífríki lítilla stöðuvatna þar sem menn stjórna eftir fremsta megni umhverfisaðstæðum eins og t.d. ljósi, hita, ph, leiðni, nitri, nítrati, fosfóri, dýrasamfélögum, þörungasamfélögum ofl ofl... og felt er útivinna). Ég var aðallega í því að sortera plöntur í hópa sem síðan voru vigtaðar (blautvigt eftir að hafa farið í gegnum eitthverskonar tæki sem lítur út eins og þurrkari) af Brian. Einnig tókum við hryggleysingja og setsýni. Þetta var drullumall dauðans og lyktin af manni góð og neglurnar kynþokkafullar en gaman samt. Ég fer svo aftur á morgun í sama drullumallið en síðan tekur alvaran við....... þörungagreiningar með Brian
Cheers,
Rakel drullumallari
Athugasemdir
Spurning um að tala bara íslensku og sjá hvort þær nái því hvað þetta er púkó
Kveðja, Steinka - sem þolir dóna
Steingerður (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:56
sæl frænka.. ég er með smá sögu fyrir þig um ágætis áfengistegund við tækifæri... og hún held ég bara voða skemmtileg og spennandi...:)
Birgitta (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 01:26
Birgitta, ég er ekkert fyrir ágætis áfengistegundir eins og þú veist og dreg því þetta komennt stórlega í efa...
Rakel (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 18:42
ég tel mig halda að þú viljir vita söguna um þetta skemmtilega áfengi... eitthvað sem ég myndi nú ekki leggja í en það er gaman að leika sér aðþessari áfengistegund...
Birgitta (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.