10.9.2007 | 18:51
komin til uk.. :)
Síðan hefur ekkert verið uppfærð lengi vegna tæknilegra vandamála sem ég hef ekki skilning á.. En eitthverra hluta vegna kemst ég inn á síðuna og ætla að nýta þetta einstaka tækifæri til að skrifa smá.. ekki mikið bara smá..
Ég kom til London þann 5 sept sl. Var heilmikið rugl á mér í sambandi við lestarmálin eins og áður hefur þekkst hérnamegin.. endaði á að kaupa far sem kostaði 116 pund ALLT ALLT ALLT OF DÝRT.. en ég komst þó til Liverpool á endanum. Ég eyddi fyrstu dögunum á farfuglaheimili þar sem ég þurfti að deila herbergi með öðru kvenfólki sem var svosem allt í lagi.. en lítið prívat þó. Lítið komst ég í samband við veraldarvefinn en komst þó stökusinnum í tengsl við hann með því að fara á internet kaffi. Ég kynntist ansi skemmtilegum en einföldum kaffidrykk sem er expressó og þeyttur rjómi ofan á.. mmm.. kallast Con panna.
Núna er ég loksins komin á nemendagarðinn sem ég mun eyða restinni af tíma mínum hér í Liverpool á Herbergið sem ég fékk er ágætt, stórt skrifborð og hillur, rúm (sem er ekkert til að hrópa húrra fyrir), stóll, skápur og að lokum baðherbergi. Fyrsta sem ég gerði hinsvegar áður en ég fór í bað var að þrífa klósettið.. og baðherbergisspegilinn.. jakk.. en allt í orden núna.
Jæja nóg í bili.. þetta varð aðeins lengra en ég ætlaði en hilsen þangað til næst!
Athugasemdir
Gaman að heyra frá þér! og hlýtur að vera gott að vera komin með herbergi :) hummm já þú verður að prufa fullt fullt af kaffi - finna það besta.. og svo er bara að koma í heimsókn og fá að smakka besta kaffið úje !
Ásta Jóna. (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:18
Gaman að sjá að þú sért á lífi, endilega vertu dugleg að segja okkur frá lífinu í Bretlandi, bæði klósetthreinsunum og öðru spennandi sem á daga þína drífur.
PS drekka Bretar ekki TE???
Dotti (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:35
frábært að þú hafir unnið úr tæknilegu vandamálunum - njóttu dvalarinnar í lifrarlaug - mín reynsla er að svona tími líður hratt, jafnvel enn hraðar en sá venjulegi. Líst vel á espressoið með rjómanum en mér skilst að maður skuli byrja og enda daginn á "nice cup of tea" þannig að svarti görótti drykkurinn kemur bara þar á milli ..
Ester - spekingur
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 10.9.2007 kl. 21:58
Hæ sæta!!!
Jæja pæjan bara mætt til að heilsa upp á einkenniskarla drottningarinnar. Vona að þú hittir þá nokkra og náir kanski nokkurum orðum uppúr þeim
Annars er ég fúl að okkur skildi ekki takast að fá okkur smá snarl áður enn að þú fórst. Við verðum bara að gera það um leið og þú kemur aftur.
Hlakka til að fylgjast með öllum þörungaævintýrunum þarna úti.
Kossar og knús, Steinka.
Steingerður (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 00:05
Hæ
Var að finna síðuna þína og hlakka til að fylgjast með ævintýrum þínum í UK.
Kv Þórdís
Þórdís (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 12:36
hæ dúllan mín gaman að sjá að þú ert en á lífi... hlakka til að heyra þér, ég er loksins komin í netsamband. heirumst mjög fljótlega!!!
kv Helga litla stóra systir hehe
Helga Kristín (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.