ótrúlegt..

Heyrði í útvarpinu í dag að bandarískt par ætti yfir höfði sér langa fangelsisvist fyrir vanrækslu á 2 börnum sínum. Parið er 23 og 25 ára og börnin 11 og 22 mánaða en það eldra er drengur og það yngra stúlka. Skýring parsins fyrir þessari vanrækslu er internetið og tölvuleikir.. s.s. þau duttu í eitthvern tölvuleik sem heitir dungeons and dragons og er netútgáfa. Þau gleymdu alveg að sinna börnunum í langan tíma vegna þessarar tölvudellu. Börnin voru tekin af þeim og þeim komið á sjúkrahús, en það fyrsta sem var gert var að klippa hárið af stúlkunni þar sem það var allt í klessum og kattahlandi, auk þess voru þau bæði þurr, horuð og óþrifin. Vanrækslan hefur staðið svo lengi að drengurinn var kominn með vöðvarýrnun og átti orðið erfitt með gang..Pouty  En nú eru börnin komin til fósturforeldra og heilsast vel!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband