14.7.2007 | 23:28
Felt og felt
Felt felt felt.. gaman! Fórum í felt í gær með löggumann með okkur sem tók myndir af spellvirkinu og gerir væntanlega skýrslu úr þessu svo við hugsanlega.. mögulega fáum þetta bætt frá tryggingum háskólans Settum s.s. nýja rafgeyma í þessar tvær stöðvar sem vantaði og svo svaka fína keðju með hengilás utan um kassana til að minnka líkurnar á svona veseni.. þá er þetta tvílæst (en svosem hægt að klippa þetta í sundur með vírklippum)... vonandi samt ekki!
Á morgun er svo aftur felt og þá fer ég ein með sjálfri mér og með ipodinn auðvitað ! er að hlusta á 100 íslensk 80´s lög.. ótrúlega gaman! Þurfti að finna mér bílaleigubíl en vá það var sko vesen.. hringdi 2 í Höldur og 2 í Hertz en á endanum reddaðist þetta nú eeen því miður verður það dáldið dýrt.. fékk ekki val um neina jeppa (hefði þá valið ódýran jimny eða eitthvað í þeim flokki) og fékk Landcruiser .. sem er að vísu ekki leiðinlegt að keyra en já eins og ég segi.. dýrt
Jóna Lára er komin í golfið með mömmu og finnst það ekki leiðinlegt ! er búin að fá þetta fína golfsett frá pabba sínum og spilar 1 - 2 á dag á æfingavellinum fyrir vestan. Mér finnst voðalega skrítið að hafa hana ekki hjá mér en er að "æfa" mig fyrir Liverpool þegar ég verð ekki með hana í 4 mánuði sjitt hvað það verður skrítið!
Rakel
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.